Besta minningin blysin í Herjólfsdal

Kristín Lea
Kristín Lea Ljósmynd/Instagram

Leik­kon­an og flug­freyj­an Krist­ín Lea Sig­ríðardótt­ir hef­ur í nægu að snú­ast í sum­ar. Hún flýg­ur landa á milli um loft­in blá og þess á milli nær hún að njóta með fjöl­skyld­unni. Hún er mikið fyr­ir úti­leg­ur, veiði og sól­ar­ferðir.

Hvert ertu búin að ferðast í sum­ar?

„Ég er búin að ferðast voðal­ega lítið í sum­ar það sem komið er. Í sum­ar­frí­inu smíðuðum við pall og ég ferðaðist rosa mikið þar.“

Hvað hef­ur staðið upp úr í sum­ar?

„Við fjöl­skyld­an erum stödd í Málaga núna í dá­sam­legu fríi. Erum í litl­um bæ sem heit­ir Benalma­dena. Þessi ferð stend­ur klár­lega upp úr í sum­ar. Svo er önn­ur Spán­ar­ferð plönuð í ág­úst með vin­kon­um mín­um.“

Hvernig ferðalög­um hef­ur þú gam­an af?

„Það má segja að ég hall­ist að sól­ar­ferðum en ég er líka mjög hrif­in af ís­lensk­um úti­leg­um. Við maður­inn minn ætl­um að vera dug­leg að skjót­ast í veiði í sum­ar og haust. Höf­um gert eitt­hvað af því í sum­ar og koma strák­un­um okk­ar í þá líka.“

Hvað ætl­arðu að gera um versl­un­ar­manna­helg­ina?

„Ég verð að vinna þessa versl­un­ar­manna­helg­ina í háloft­un­um ný búin að fylla á ferðabank­ann með fjöl­skyld­unni.“

Hver er besta versl­un­ar­manna­helg­ar minn­ing­in þín?

„Besta versl­un­ar­manna­helg­ar minn­ing­in mín er senni­lega þegar ég fór til Eyja í fyrsta skiptið og upp­lifði brekku­söng­inn og blys­in í klessu í brekk­unni með mín­um bestu vin­kon­um. Ein­stök til­finn­ing. Svo minn­ir mig að það hafi verið versl­un­ar­manna­helgi þegar við maður­inn minn fór­um í fyrstu úti­leg­una okk­ar ný­byrjuð sam­an bara eitt­hvað út á land með pínu­lítið kúlutjald á Ya­risn­um henn­ar ömmu með veiðistöng og prim­us. Róm­ans­inn í há­marki.“

mbl.is