Fullfermi í jómfrúartúr skipstjóra

Viðar Snær Gunnarsson skipstjóri á Akurey á sínum fyrsta túr …
Viðar Snær Gunnarsson skipstjóri á Akurey á sínum fyrsta túr í skipstjórnarstólnum á Akurey AK-10. Ljósmynd/Aðsend

Viðar Snær Gunn­ars­son, skip­stjóri á Ak­ur­ey AK-10, var létt­ur í lund er hann ansaði sím­an­um í brúnni í gær enda hafði tek­ist að ná full­fermi á fjór­um og hálf­um sól­ar­hring. Um er að ræða jóm­frú­artúr Viðars Snæs sem skip­stjóra á skip­inu og kveðst hann ekki geta kvartað yfir svona góðu fiskeríi í upp­hafi skip­stjórn­ar­fer­ils­ins.

Ísfisk­tog­ar­inn Ak­ur­ey, sem Brim hf. ger­ir út, var stadd­ur vest­ur af Kópanesi á Vest­fjörðum á leið til hafn­ar í Reykja­vík með tæp 190 tonn þegar blaðamaður sló á þráðinn.

„Við fór­um beint út á Hala í byrj­un túrs. Þar var karfi og við tók­um tvö höl en þurft­um síðan að forðast hann. Við fór­um aust­ar í Djúpkrók og svo út á Þver­áls­horn, þar var fín veiði og við vor­um um 12 tíma. Við fikruðum okk­ur síðan aft­ur í átt­ina að Hal­an­um og var bara fín­asta veiði bæði í þorski og ufsa, smá­veg­is af karfa. Við þurft­um að passa okk­ur smá­veg­is á karf­an­um, hann er mjög öfl­ug­ur þarna. Svo fór­um við að grunn­slóðinni og nudduðum upp ýsu, enduðum á Nes­dýp­inu. Við erum bara á leiðinni í land með full­fermi,“ seg­ir Viðar Snær.

Brim hf. gerir Akurey AK-10 út.
Brim hf. ger­ir Ak­ur­ey AK-10 út. mbl.is/Þ​or­geir Bald­urs­son

Djöf­ulli gott

Það var áskor­un að ná ufs­an­um seg­ir skip­stjór­inn. „Ufs­inn er erfiður, við náðum að kroppa upp um 34 tonn af ufsa á móti 90 tonn­um af þorski, um 40 tonn af karfa og 11 tonn af ýsu.

Þetta er búið að vera fín­asta veiði í veður­blíðu,“ seg­ir Viðar Snær. Hann seg­ir alla um borð sátta með afla­brögðin. „Fjór­ir og hálf­ur sól­ar­hring­ur á veiðum og komið full­fermi, það er bara djöf­ulli gott. [...] Svo er gam­an að segja frá því að þetta er jóm­frú­artúr­inn minn sem skip­stjóri. Það er hel­víti gott.“

Það stytt­ist óðum í nýtt fisk­veiðiár en þá mun taka gildi ný út­hlut­un afla­heim­ilda á grund­velli ráðgjaf­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Viðar Snær seg­ir áhyggju­efni að ráðgjöf í karfa hafi minnkað um 20% milli fisk­veiðiára og tek­ur þannig und­ir sjón­ar­mið koll­ega síns, Ei­ríks Jóns­son­ar, skip­stjóra á Ak­ur­ey, en Ei­rík­ur hef­ur gagn­rýnt ráðgjöf­ina. „Það er karfi um all­an sjó. Maður sér það alla leið norður á Hala. Maður er mikið í því að forðast karf­ann,“ seg­ir Viðar Snær.

Gert er ráð fyr­ir að Ak­ur­ey haldi til veiða á ný að lok­inni lönd­un í Reykja­vík, lík­lega föstu­dags­kvöld.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: