Afgreiðsla MAST dróst um 39 mánuði

Langreyður dregin inn í hvalstöðina í Hvalfirði.
Langreyður dregin inn í hvalstöðina í Hvalfirði. mbl.is/Golli

Mat­vælaráðuneytið hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að órétt­læt­an­leg­ar taf­ir hafi orðið á út­gáfu starfs­leyf­is til vinnslu hvala­af­urða. Er það því mat ráðuneyt­is­ins að málsmeðferð Mat­væla­stofn­un­ar hafi falið í sér brot á máls­hraðareglu stjórn­sýslu­laga.

Þá seg­ir í úr­sk­urðinum að órétt­læt­an­leg­ar taf­ir megi rekja til seina­gangs í svör­um og ómark­vissr­ar rann­sókn­ar Mat­væla­stofn­un­ar.

Í úr­sk­urðinum kem­ur fram að þrátt fyr­ir að drátt­ur hafi verið á svör­um kær­anda við fyr­ir­spurn­um stofn­un­ar­inn­ar „þá get­ur það ekki rétt­lætt að af­greiðsla máls­ins hafi dreg­ist svo mjög sem raun­in varð, þ.e. í rúma 39 mánuði“.

Í mál­inu var kærður óhóf­leg­ur drátt­ur á málsmeðferð vegna út­gáfu starfs­leyf­is­ins en í júní 2018 fram­kvæmdi Mat­væla­stofn­un út­tekt á starfs­stöð kær­anda vegna starfs­leyf­is­um­sókn­ar hans en hon­um var ekki veitt form­lega ótíma­bundið leyfi til vinnslu hvala­af­urða fyrr en í októ­ber 2021.

Breyti engu þó kær­andi hafi ekki stundað hval­veiðar síðustu ár

„Engu breyt­ir í þeim efn­um hvort að starfs­leyf­isút­gáf­an hafi átt þátt í því að kær­andi hef­ur ekki stundað hval­veiðar síðastliðin ár. Um það úr­lausn­ar­efni er ekki fjallað hér,“ sagði enn frem­ur.

Seg­ir að meg­in­regl­an sé sú að þar til­bært stjórn­vald beri ábyrgð á því að máli fari eðli­leg­an far­veg og fái af­greiðslu­tíma í sam­ræmi við ákvæði laga. Mat­væla­stofn­un hafi því borið að setja kær­anda fresti til að svara er­ind­um og leiðbeina um hvaða af­leiðing­ar það hefði ef ekki yrði brugðist við.

Ráðuneytið bend­ir einnig á að stjórn­valdi ber lög­um sam­kvæmt að skýra málsaðila frá því ef fyr­ir­sjá­an­legt er að af­greiðsla máls muni tefjast. Ekki verði séð að þeirri skyldu hafi verið sinnt af hálfu Mat­væla­stofn­un­ar.

Þá seg­ir að Mat­væla­stofn­un hafi gefið þá ástæðu fyr­ir sein­um svör­um að legið hafi fyr­ir að kær­andi yrði ekki með neina starf­semi í hvala­stöðinni sum­arið 2021 og því hafi málið ekki getað tal­ist brýnt.

Hafi stofn­un­in talið að það yrði til þess að draga af­greiðslu máls­ins bar henni að upp­lýsa kær­anda um þær taf­ir, seg­ir í úr­sk­urðinum.

mbl.is