Líklega stærsta hol makrílvertíðarinnar

jörtur Valsson skipstjóri í brúnni á Vilhelm Þorsteinssyni. Hann segir …
jörtur Valsson skipstjóri í brúnni á Vilhelm Þorsteinssyni. Hann segir ómögulegt að spá fyrir hvernig makrílvertíðin mun þróast. Ljósmynd/Samherji

Veiðin hef­ur gengið vel hjá áhöfn Vil­helms Þor­steins­son­ar EA-11, upp­sjáv­ar­skipi Sam­herja, og tókst þeim að ná 660 tonn­um af mak­ríl í einu holi á dög­un­um. Er það lík­lega það stærsta á vertíðinni.

Landað var í Fær­eyj­um á sunnu­dag og síðan um kvöldið haldið á miðin norður af Jan Mayen, sigl­ing­in var um 600 sjó­míl­ur og er skipið nú á leið til hafn­ar í Nes­kaupstað með 1.580 tonn.

Siglingaleiðin er löng.
Sigl­inga­leiðin er löng. Ljós­mynd/​Sam­herji

„Fyrsta holið skilaði okk­ur um 260 tonn­um eft­ir að hafa dregið í fjóra tíma. Við köstuðum þris­var sinn­um, auk þess sem dælt var yfir til okk­ar einu holi úr Beiti NK. Þetta er ágæt­is fisk­ur eða um 480 grömm. Síðasta holið var mjög stórt, 660 tonn. Sam­tals vor­um við nítj­án klukku­stund­ir á veiðum í þess­um túr. All­ur búnaður í skip­inu er öfl­ug­ur og vel gekk að dæla hrá­efn­inu í tank­ana og kæla, þannig að það hald­ist sem best til vinnslu,“ seg­ir Hjört­ur Vals­son, skip­stjóri Vil­helms Þor­steins­son­ar, í færslu á vef Sam­herja.

Hann seg­ir veiðina hafa verið ágæta síðasta hálfa mánuðinn en ómögu­legt að spá hvernig vertíðin mun þró­ast. „Mak­ríll­inn er á hraðferð norður, fær­ir sig um 30 til 50 míl­ur á sól­ar­hring. Miðin eru aust­an við Jan Mayen, norðan við 72. gráðu, þannig að sigl­ing­in á miðin leng­ist í raun með hverj­um deg­in­um sem líður. Ég held að flot­inn hafi aldrei áður sótt svona norðarlega. Þetta þýðir að megnið af túr­un­um fer í að sigla fram og til baka en á móti kem­ur að veiðin er nokkuð góð, svo og hrá­efnið.“

Aflanum dælt um borð.
Afl­an­um dælt um borð. Ljós­mynd/​Sam­herji

Unnið alla versl­un­ar­manna­helg­ina

„Það er blíða þessa stund­ina og slétt­ur sjór en ég býst við mótvindi á leiðinni. Sigl­ing­in til Nes­kaupstaðar er um 550 sjó­míl­ur og við lönd­um á föstu­dag­inn, sem þýðir að það verður unnið alla versl­un­ar­manna­helg­ina í fiskiðju­veri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað. Mér skilst að það taki hátt í tvo sól­ar­hringa að vinna hrá­efnið sem við kom­um með,“ seg­ir Hjört­ur.

„Það er alltaf gam­an þegar vel geng­ur eins og núna. Sigl­ing­in á miðin er löng og þá er líka eins gott að flot­inn sé öfl­ug­ur, vel bú­inn og skili góðu hrá­efni. Ol­íu­kostnaður­inn hef­ur hækkað mikið og þá kem­ur sér vel að hafa skip sem nýt­ir afl vél­anna sem best. Við erum átta í áhöfn, allt sam­an hörku karl­ar. Skipið er frá­bært og við erum að landa góðu hrá­efni. Á vertíð eins og þess­ari er ekk­ert verið að spá í versl­un­ar­manna­helg­ina, við höld­um á miðin strax að lok­inni lönd­un.“

Vilhelm Þorsteinnson EA-11.
Vil­helm Þor­steinn­son EA-11. Ljós­mynd/​Sam­herji
mbl.is