Mesti afli Hoffells á makrílvertíðinni

Hoffell SU-80 er á landleið með 1.300 tonn af makríl.
Hoffell SU-80 er á landleið með 1.300 tonn af makríl. Ljósmynd/Loðnuvinnslan: Valgeir Mar Friðriksson

Hof­fell SU-80 er nú á leið til Fá­skrúðsfjarðar með 1.300 tonn af mak­ríl. Um er að ræða stærsta farm skips­ins það sem af er vertíð, en síðast landaði Hof­fell 1.100 tonn­um þann 22. júlí.

Fram kem­ur á vef Loðnu­vinnsl­unn­ar, sem ger­ir skipið út að veiðin hafi gengið vel og að afl­inn hafi feng­ist á tveim­ur og hálf­um sól­ar­hring. Veiðiferðin er þó nokkuð lengri enda 600 sjó­míl­ur á miðin frá Fá­skrúðsfirði. Hof­fell hef­ur á vertíðinni borið að landi 2.100 tonn en með þeim afla sem nú er á land­leið hef­ur tek­ist að veiða 3.400 tonn.

Gert er ráð fyr­ir að skipið haldi aft­ur á miðin um leið og lönd­un lýk­ur.

mbl.is