Í brúðkaupsferð í Afríku

Jillian Michaels gekk í hjónaband með unnustu sinni fyrr í …
Jillian Michaels gekk í hjónaband með unnustu sinni fyrr í mánuðinum. Skjáskot/Instagram

Stjörnuþjálf­ar­inn Jilli­an Michaels og hönnuður­inn DeS­hanna Marie Minuto gengu í hjóna­band í Miami í Banda­ríkj­un­um hinn 11. júlí síðastliðinn. Þrátt fyr­ir að parið sé nú þegar op­in­ber­lega gift seg­ist Michaels vera að skipu­leggja brúðkaups­veislu með vin­um og fjöl­skyldu í Fen­eyj­um á Ítal­íu í júní 2023. 

Sam­kvæmt People giftu Michaels og Minuto sig í rétt­ar­húsi í Miami og fóru þaðan til suður Afr­íku þar sem þær héldu einka­at­höfn og eyddu brúðkaups­ferðinni. 

Michaels er þekkt­ust fyr­ir að hafa verið þjálf­ari í þáttaröðum Big­gest Loser á árum áður, en hún og Minuto hafa verið í ástar­sam­bandi síðan árið 2018. Michaels bað Minuto í nóv­em­ber 2021 með glæsi­leg­um hring með sjö karata hring­laga dem­anti. 

mbl.is