Hafa borið 20 þúsund tonn að landi

Landað úr Beiti NK í Neskaupstað.
Landað úr Beiti NK í Neskaupstað. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Smári Geirsson

Mak­ríl­vertíðin geng­ur vel að sögn Tóm­as­ar Kára­son­ar, skip­stjóra á Beiti NK, og kom skipið til hafn­ar í Nes­kaupstað í gær með 1.900 tonna afla sem veidd­ist í Smugunni, en þau fimm skip sem eru í sam­starfi um veiðarn­ar og landa hjá Síld­ar­vinnsl­unni borið að landi 20 þúsund tonn það sem af er vertíð.

„Við byrjuðum á að setja eitt 350 tonna hol í Vil­helm Þor­steins­son en síðan veidd­um við sjálf­ir í okk­ur að mestu. Tók­um að vísu eitt 250 tonna hol frá Barða. Hol­in hjá okk­ur voru sjö tals­ins og í reynd­inni var afl­inn þokka­leg­ur. Stærsta holið var 550 tonn. Það er tölu­vert af síld á svæðinu og afl­inn er síld­ar­blandaður. Í einu hol­inu var til dæm­is 40% síld. Ann­ars er allt gott að frétta og vertíðin geng­ur bara vel. Nú erum við að vinna svo­lítið í troll­inu en það verður haldið út á ný strax að lönd­un lok­inni,“ seg­ir Tóm­as í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar, sem ger­ir Beiti út.

Mak­rílafl­inn hef­ur borist að landi jafnt og þétt að und­an­förnu og kom Barði NK til hafn­ar í Nes­kaupstað í morg­un með 1.200 tonn. Auk Barða og Beiti taka þátt í veiðisam­starf­inu skip­in Börk­ur NK, Bjarni Ólafs­son AK og Vil­helm Þor­steins­son EA. Skip­in eiga eft­ir um 15 þúsund tonna mak­ríl­kvóta.

Afl­inn í Smugunni hef­ur að und­an­förnu verið síld­ar­blandaður og seg­ir í færsl­unni að veiðisvæðið hafi verið að verið að fær­ast fjær land­inu. Skip­in séu að veiðum rúm­lega 600 míl­ur frá Norðfjarðar­horni eða aust­an við Jan Mayen.

mbl.is