Fótboltamaðurinn Ari Freyr Skúlason og Erna Kristín Ottósdóttir þroskasálfræðingur fögnuðu 7 ára brúðkaupsafmæli nú í vikunni. Hjónin hafa þó verið saman rúmlega tvöfalt lengur eða í 15 ár.
Ari og Erna fögnuðu áfanganum með fallegum myndum á Instagram. Þau eiga saman þrjú börn, Henry Leo, Gebríel Elí og Camillu Ósk.
„15 ár saman og 7 ár gift. Takk fyrir að velja mig og lífið okkar á hverjum degi,“ skrifar Erna við fallega myndaseríu.
Ari hefur spilað með liðum í Danmörku og Belgíu en um þessar mundir er fjölskyldan búsett í Svíþjóð þar sem Ari leikur með IFK Norrköping. Hann á einnig 83 leiki með A-landsliði karla og lék með liðinu á Evrópumeistaramótinu árið 2016 og Heimsmeistaramótinu árið 2018.