Hafa landað fleiri en 60 langreyðum

Hvalur níu kemur til hafnar í Hvalfirði.
Hvalur níu kemur til hafnar í Hvalfirði. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Eitt af þekkt­ustu hval­veiðiskip­um lands­ins, Hval­ur 9 RE, kom til hafn­ar í Hval­f­irði í gær með væn­an hval. Að lok­inni lönd­un hélt skipið á miðin á ný. Ásamt Hval 8 RE hef­ur skipið skilað tölu­verðum afla til vinnslu í hval­stöðinni.

Þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag, miðviku­dag.

Á yf­ir­stand­andi vertíð, til og með 1. ág­úst, hef­ur Fiski­stofu verið til­kynnt um veiði og lönd­un á 60 dýr­um og eru það allt langreyðar. Sam­kvæmt svari Fiski­stofu er stærð dýr­anna á bil­inu 52 til 69 fet, eða tæp­lega 16 til 21 metri. Þá hef­ur öll­um dýr­um sem komið hef­ur verið með að landi verið landað í Hval­f­irði, en Hval­ur hf. er eina út­gerðin sem er á hval­veiðum.

Vel á annað hundrað störf skap­ast í kring­um hval­veiðarn­ar en eng­ar veiðar voru stundaðar árin 2018 til 2021. Ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar ger­ir ráð fyr­ir að í ár megi veiða 161 langreyði á veiðisvæðinu Aust­ur-Græn­land/​Vest­ur-Ísland og 48 langreyðar á svæðinu Aust­ur-Ísland/​Fær­eyj­ar, alls 209 hvali. Við þetta bæt­ast heim­ild­ir fyr­ir 42 hvali frá síðasta ári.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: