Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir og kærasti hennar Benedikt Bjarnason njóta núna lífsins á grísku eyjunni Krít. Sunneva birti fallega mynd af þeim saman við sólarlag á eyjunni fögru.
Undir myndina skrifar Sunneva: „loml“ sem að öllum líkindum er skammstöfun á setningunni „love of my life“ sem þýða mætti á íslensku, ástin í lífi mínu.
Sunneva og Benedikt, sem oft er kallaður Bensi og er sonur Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur innanhússráðgjafa. Þau hafa verið saman í rúmlega þrjú ár og virðast aldrei hafa verið ástfangnari.