Verð á eldislaxi mun hærra en í fyrra

Eldislax seldist á betra verði í júlí síðastliðinn enn júlí …
Eldislax seldist á betra verði í júlí síðastliðinn enn júlí í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meðal­verð á eld­islaxi á mörkuðum nam 78,94 norsk­um krón­um á kíló, jafn­v­irði 1.118 ís­lenskra króna, að lok­inni viku 29 (18. til 24. júlí) og hafði verð lækkað um 14,22% frá vik­unni á und­an sam­kvæmt lax­vísi­tölu Nas­daq. Gat því fjög­urra kílóa lax selst fyr­ir tæp­lega 4.500 krón­ur.

Þrátt fyr­ir þessa lækk­un er verð mun hærra en í sömu viku í fyrra þegar meðal­verð var um 65 norsk­ar krón­ur. Á fjór­um vik­um hef­ur meðal­verð lækkað um 26,61% og 36,51% á und­an­förn­um tólf vik­um.

Al­gengt er að verð á laxi falli yfir sum­ar­tím­ann en það fer svo að hækka með haust­inu, sér­stak­lega þegar fer að nálg­ast jól og hækk­ar fram að pásk­um. Verðsveifl­ur hafa þó verið held­ur mikl­ar að und­an­förnu. Í viku 17, dag­ana 24. til 30. apríl, náði meðal­verð á mörkuðum hæstu hæðum en þá seld­ist að meðaltali hvert kíló af eld­islaxi fyr­ir um 124 norsk­ar krón­ur, sem jafn­gild­ir 1.756 ís­lensk­um krón­um. Þetta þýðir að fjög­urra kílóa lax hafi á þess­um tíma verið seld­ur fyr­ir um sjö þúsund krón­ur, sem er um 56% hærra verð en fékkst í viku 29.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: