Íslenskar pillunarvélar sigra heiminn

Páll Magnússon spáir að rækjueldi muni vaxa hratt á komandi …
Páll Magnússon spáir að rækjueldi muni vaxa hratt á komandi áratugum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ef les­end­ur gæða sér á pillaðri rækju, hvort held­ur í Reykja­vík, Par­ís eða New York, eru meiri lík­ur en minni á að það hafi verið ís­lensk vél sem fjar­lægði skel­ina af rækj­unni.

Páll M. Magnús­son er fram­kvæmda­stjóri Mar­taks og seg­ir hann fyr­ir­tækið í dag vera með um 65% markaðshlut­deild hjá fyr­ir­tækj­um sem verka kald­sjáv­ar­rækju og stenst eng­inn keppi­naut­ur Mar­taki snún­ing þegar kem­ur að þróun pill­un­ar­véla:

„Sag­an hefst á ní­unda ára­tugn­um með Ómari Ásgeirs­syni í Grinda­vík en hann rak renni­verk­stæði sem þjón­ustaði viðhald á pill­un­ar­vél­um fyr­ir er­lent fyr­ir­tæki. Kom Ómar auga á að gera mætti ýms­ar betr­um­bæt­ur á þeirri tækni sem grein­in hef­ur reitt sig á. Seinna fékk hann til liðs við sig Vil­helm Þór­ar­ins­son frá Skaga­strönd, sem þróaði rækju­blás­ara sem enn þann dag í dag þykir skáka öll­um öðrum blás­ur­um. Þetta voru fram­sýn­ir karl­ar sem snéru bök­um sam­an og smíðuðu hluti sem virka. Það leiðir okk­ur til dagsíns í dag, þar sem Mar­tak er orðið fremsta fyr­ir­tæki í heimi í smíði búnaðar fyr­ir rækju­vinnslu.“

Í ár­anna rás hef­ur Mar­tak aukið vöru­fram­boðið og fram­leiðir fyr­ir­tækið í dag all­ar hugs­an­leg­ar lausn­ir fyr­ir fisk­vinnslu, niðursuðuverk­smiðjur og hrogna­vinnslu. Ekki er t.d. langt síðan Mar­tak setti upp heilt salt­fisk­frysti­hús á Labra­dor og af­henti kaup­end­um full­búið.

Martak setti upp þessa fullkomnu saltfiskverksmiðju í Labrador í fyrra.
Mar­tak setti upp þessa full­komnu salt­fisk­verk­smiðju í Labra­dor í fyrra. Ljós­mynd/​Mar­tak

Leituðu út í heim þegar inn­lend­ar veiðar minnkuðu

Þegar Ómar og Vil­helm hófu rekst­ur­inn var tölu­vert meira veitt af rækju við Ísland en nú er. Páli reikn­ast til að ís­lensk­ar rækju­verk­smiðjur hafi verið 28 tals­ins þegar best lét en í dag sitja eft­ir aðeins fjór­ar og hálf. Þegar veiðarn­ar á Íslandi dróg­ust sam­an, dóu stjórn­end­ur Mar­taks ekki ráðalaus­ir held­ur réðust í út­rás með stofn­un Mar­taks í Kan­ada og er starf­sem­in þar í dag orðin álíka um­svifa­mik­il og rekst­ur­inn á Íslandi. „Vél­arn­ar okk­ar eru í notk­un í rækju­vinnsl­um í Nor­egi, Græn­landi, á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna og aust­ur­strönd Kan­ada,“ seg­ir Páll. „Ný­lega ferðaðist ég aust­ur til Bangla­dess, þar sem var verið að rækta svarta tígris­rækju í massa­vís á landi, í risa­vöxn­um tjörn­um, sem áður voru hrís­grjóna­akr­ar. Til stend­ur að koma þar upp stórri rækju­verk­smiðju árið 2023 og nýta búnaðinn frá okk­ur. Fyr­ir­spurn­ir ber­ast frá fram­leiðend­um í Taílandi og Víet­nam en líka frá stöðum í Afr­íku og hef­ur markaður­inn jafnt áhuga á að fá okk­ur inn í verk­smiðjurn­ar sín­ar til að betr­um­bæta þær og laga til, og að kaupa full­bún­ar rækju­verk­smiðjur sem við sköff­um frá grunni.“

Á Páll von á því að rækju­eldi haldi áfram að vaxa hratt á kom­andi árum og ára­tug­um enda rækj­an herra­manns­mat­ur og eldið ekki svo flókið. Í sam­an­b­urði við aðra rækt­an­lega pró­tíngjafa hak­ar rækj­an við mörg box og má t.d. fóðra hana á mjög fjöl­breyttu fæði, enda hrææta í nátt­úr­unnni. Er meira að segja hægt að end­ur­nýta skel­ina sem fell­ur til þegar rækj­an er hreinsuð. „Það er hluti af lífs­mynstri rækj­unn­ar að þegar skel­in stækk­ar, étur hún þá gömlu. Með því að bæta þessu hra­áefni við í eld­istjarn­irn­ar fá rækj­urn­ar það hrá­efni sem þær þurfa til að vaxa og dafna,“ seg­ir Páll. „Eins og all­ur ann­ar mat­vælaiðnaður er rækju­eldi á fleygi­ferð og neyt­enda­hóp­ur­inn stækk­ar með hverju ár­inu sem líður.“

Nýja pillunarvélin á að spara orku og auka afköst. Prófanir …
Nýja pill­un­ar­vél­in á að spara orku og auka af­köst. Próf­an­ir hafa gefið góða raun og ættu rækju­fyr­ir­tæki að fagna fram­förun­um og sýna mæl­ing­ar bætta nýt­ingu. Ljós­mynd/​Mar­tak

En til að gera vör­una verðmæt­ari þarf að hreinsa rækj­una rétt, enda hafa neyt­end­ur sjald­an áhuga á að pilla skel­ina utan af rækj­unni í hönd­un­um. Sú aðferð sem fram­leiðend­ur nota, felst í að láta rækj­una liggja í pækli í til­tek­inn tíma áður en hún er gufu­soðin og snögg­kæld eft­ir kúnst­ar­inn­ar regl­um og loks lát­in fara í gegn­um hreins­un­ar­vél. Þar renn­ur hún eft­ir gúmmíkefl­um sem grípa í skel­ina og skilja frá hold­inu. Loks los­ar blás­ar­inn í burtu það litla sem kann að vera eft­ir af skel­inni.

Páll seg­ir fyrstu pill­un­ar­vél­arn­ar hafa litið dags­ins ljós upp úr miðri síðustu öld og voru það rækju­vinnsl­ur við Mexí­kóflóa sem leiddu tækniþró­un­ina á þeim tíma. Tæk­in hafa síðan verið betr­um­bætt tölu­vert og þykja vél­arn­ar frá Mar­taki bera af. Seg­ir Páll að þróun nýrr­ar kyn­slóðar rækju­vinnslu­véla sé á loka­metr­un­um og lof­ar þró­un­ar­vinna fyr­ir­tæk­is­ins góðu. Með nýja tæk­inu verður dregið enn frek­ar úr hrá­efn­istapi og vatns- og raf­magns­notk­un minnk­ar. Þá er gervi­greind notuð til að meta ástand rækj­unn­ar og senda hana aft­ur í gegn­um vél­ina ef þörf er á meiri hreins­un.

Rækja seld úti á götu í Bangladess. Þar er rækjuvinnsla …
Rækja seld úti á götu í Bangla­dess. Þar er rækju­vinnsla á lágu stigi í dag en von­ir standa til að tækni­væða fram­leiðsluna með vél­um frá Mar­taki. Ljós­mynd/​Mar­tak
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: