„Þetta var stundum stórhættulegt“

Eyjólfur Einarsson fór í fyrsta túrinn 1958, aðeins sautján ára.
Eyjólfur Einarsson fór í fyrsta túrinn 1958, aðeins sautján ára. mbl.is/Hákon Pálsson

Sum­arið 1958 fór Eyj­ólf­ur Ein­ars­son mynd­list­armaður í sinn fyrsta túr sem há­seti á síld­ar­veiðiskip­inu Birni Jóns­syni. Var hann með kassam­ynda­vél meðferðis og tók fjölda mynda af túrn­um. Í til­efni af ljós­mynda­keppni sjó­mannadags­blaðs 200 mílna í júní sendi Eyj­ólf­ur mynd í keppn­ina og þó hún hafi ekki unnið til verðlauna er hún meðal þeirra sem vöktu mesta eft­ir­tekt. Mynd­ina tók hann í júlí­mánuði þegar Björn Jóns­son var á Gríms­eyj­ar­sundi.

„Ég var þarna ung­ur á síld­ar­bát frá Reykja­vík,“ seg­ir Eyj­ólf­ur er blaðamaður biður hann um að rifja upp sögu mynd­ar­inn­ar. „Þetta var sum­arið 1958 og ég varð átján ára um borð og þetta var skipið Björn Jóns­son, með sautján manna áhöfn. Sveinn Bene­dikts­son, bróðir Bjarna Ben, rak þessa út­gerð. Þetta var fyrsti túr­inn hjá mér.“

Glanna­leg­ir

Eins og sést á mynd­inni sem Eyj­ólf­ur sendi, hall­ar Björn Jóns­son all­veru­lega og sjór­inn skvett­ist ræki­lega yfir rekk­verk skips­ins og á borðstokk­inn. Spurður hvað sé að ger­ast á mynd­inni, út­skýr­ir hann: „Þarna er ann­ar af tveim­ur nóta­bát­um. Nót­in var geymd í þess­um bát­um, helm­ing­ur­inn í hvor­um bát. Svo þegar við urðum var­ir við síld­artorf­ur var bát­un­um fýrað niður, áhöfn­in fór um borð og svo var kastað í hring. Þetta voru kallaðar hring­næt­ur.“

Síldarskipið Björn Jónsson var á Grímseyjarsundi þegar Eyjólfur tók mynd …
Síld­ar­skipið Björn Jóns­son var á Gríms­eyj­ar­sundi þegar Eyj­ólf­ur tók mynd af því þegar skipið leggst á hliðina. Nóta­bát­arn­ir voru mjög þung­ir. Ljós­mynd/​Eyj­ólf­ur Ein­ars­son

Hann seg­ir hins veg­ar ekki hættu­laust að stunda veiðar með þess­um hætti. „Að vera með svona þunga báta uppi, þetta var stund­um stór­hættu­legt. Þeir voru dá­lítið glanna­leg­ir í brælu. Ef það kom hliðar­alda lagðist skipið á hliðina og þá lá skipið oft bara á bát­un­um,“ seg­ir Eyj­ólf­ur og hlær. „Þetta voru bara eins og flot­holt. Það mátti ekk­ert út af bera. Þetta gæti allt farið á hliðina. Það gat orðið hel­víti hættu­legt, eins og sést á mynd­inni. Ef bát­ur­inn hefði húkk­ast upp úr beygj­un­um sem bát­ur­inn hang­ir í hefði bát­ur­inn getað farið niður og skipið á hvolf.

Ég man þegar við vor­um einu sinni á Sigluf­irði, vor­um hætt­ir og að und­ir­búa okk­ur und­ir sigl­ingu heim til Reykja­vík­ur, þá misst­um við ann­an bát­inn niður á ytri höfn­ina og skipið lagðist á hliðina. Þá bara fýruðum við niður hinum bátn­um til að ná jafn­vægi.“

Þrælv­an­ur

Eyj­ólf­ur tel­ur þetta hafa verið næst­síðasta sum­ar sem bát­ar af þess­ari teg­und voru notaðir. „Flest­ir voru komn­ir með stór­an nóta­bát og drógu bara á eft­ir sér. Þetta sum­ar voru einn eða tveir komn­ir með kraft­blökk. Kraft­blökk­in var að koma þarna næstu tvö sum­ur og þá voru næst­um all­ir komn­ir með hana.“

Að þessu um­rædda sumri lauk þó ekki sjó­manns­ferli Eyj­ólfs en hann var yfir vet­ur­inn í skóla og á sjó á sumr­in. „Ég var skólastrák­ur og upp úr tví­tugu fór ég í lista­aka­demí­una í Kaup­manna­höfn og kom alltaf heim á sumr­in og var þá oft á tog­ur­um. Svo þegar ég kom heim eft­ir náms­dvöl­ina úti var ég næstu tíu árin mikið á sjó hjá Bæj­ar­út­gerð Reykja­vík­ur, mest á síðutog­ur­um. Var yf­ir­leitt á vet­urna, vildi hafa sum­arið til að vinna að mynd­list­inni. Ég var þrælv­an­ur sjó­maður,“ seg­ir Eyj­ólf­ur að lok­um og hlær.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: