Seldu makrílheimildir fyrir 5,27 krónur á kíló

Brynja SH-236 er meðal þeirra sem fengu að kaupa viðbótarheimild …
Brynja SH-236 er meðal þeirra sem fengu að kaupa viðbótarheimild í makríl.

Um­sókn­ir tólf skipa um kaup á viðbót­ar­heim­ild­um í mak­ríl voru samþykkt­ar af Fiski­stofu og feng­ust þær á 5,27 krón­ur á kíló. Alls voru seld­ar heim­ild­ir fyr­ir 450 tonn­um að verðmæti tæp­lega 2,4 millj­ón­ir króna. Í ág­úst hafa feng­ist um 70 krón­ur fyr­ir kíló af mak­ríl að meðaltali á fisk­mörkuðum.

Heim­ild­um hef­ur verið út­hlutað í sam­ræmi við viðskipt­in og reglu­gerð um ráðstöf­un 4.000 lesta af viðbót­ar­heim­ild­um í mak­ríl, að því er fram kem­ur á vef Fiski­stofu.

Vek­ur Fiski­stofa at­hygli á því í til­kynn­ingu að með viðskipt­un­um eru eft­ir 3.550 tonn í sér­stök­um mak­rílpotti sem ætlaður er skip­um í B-flokki. „Aðeins skip í B-flokki sem hafa fengið 30 tonn eða minna, eða hafa veitt 75% eða meira af út­hlut­un sinni geta fengið viðbótar­út­hlut­un. Ef skip hef­ur áður fengið viðbótar­út­hlut­un, þá þarf það að hafa veitt 50% af þeirri út­hlut­un til að eiga rétt á nýrri. Há­marks­út­hlut­un skips hverju sinni er 50 tonn og gjald fyr­ir út­hlut­un er 5,27 krón­ur á hvert kíló,“ seg­ir í til­kynn­ingu stofn­un­ar­inn­ar.

mbl.is