Boðuð í skýrslutöku á ný

Blaðamennirnir fjórir sem lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað í …
Blaðamennirnir fjórir sem lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað í yfirheyrslu vegna meintra brota á friðhelgi einkalífsins. Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Kjarnanum, Þóra Arn­órs­dóttiur, rit­stjóri Kveiks á Rík­is­út­varp­inu og Þórður Snær Júlí­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, Samsett mynd

Blaðamenn­irn­ir fjór­ir, sem notið hafa rétt­ar­stöðu sak­born­ing vegna meintra brota á friðhelgi einka­lífs, hafa verið boðaðir til skýrslu­töku að nýju af lög­regl­unni á Norður­landi eystra. 

Þetta kem­ur fram í frétt Rík­is­út­varps­ins. Þegar er búið að taka skýrslu af tveim­ur þeirra. 

Blaðamenn­irn­ir sem um ræðir eru þau Aðal­steinn Kjart­ans­son á Stund­inni, Þóra Arn­órs­dótt­ir á Rík­is­út­varp­inu, Þórður Snær Júlí­us­son og Arn­ar Þór Ing­ólfs­son á Kjarn­an­um. 

Hlutu þau rétt­ar­stöðu sak­born­ings vegna um­fjöll­un­ar um svo­kallaða „skæru­liðadeild“ Sam­herja, nokkra starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins, sem þótti það ekki ganga nógu hart í vörn sinni vegna frétta af um­svif­um þess í Namib­íu. 

Þar á meðal Páll Stein­gríms­son, skip­stjóri hjá Sam­herja, en hann hef­ur lagt fram kæru til lög­reglu vegna stuld­ar á síma og notk­un­ar á gögn­um úr hon­um. 

Þórður Snær og Arn­ar Þór mættu í skýrslu­töku í dag, en Þóra og Aðal­steinnn bíða sinn­ar skýrslu­töku. 

mbl.is