„Níu ógnandi starfsmenn Hvals“

„Einn þeirra beitti mig armlás svo ég fékk mig hvergi …
„Einn þeirra beitti mig armlás svo ég fékk mig hvergi hrært,“ segir svissneski fréttamaðurinn Phil­ippe Blanc sem lenti í útistöðum við starfsmenn Hvals fyrr í vikunni sem gerðu dróna þeirra Svisslendinga upptækan. Kristán Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, ræddi málið við Morgunblaðið og mbl.is fyrir helgi. Ljósmynd/Aðsend

„Við erum hér að vinna heim­ild­ar­mynd um Ísland, hluti af henni snýst um hval­veiðar lands­ins, líka hvala­skoðun og ferðamennsku, við ætl­um okk­ur eng­an veg­inn að draga upp ein­hverja dökka mynd af neinu, teymið mitt er al­gjör­lega hlut­laust,“ seg­ir Phil­ippe Blanc, fréttamaður Swiss Nati­onal Broa­dcasting Corporati­on, í sam­tali við mbl.is.

Morg­un­blaðið og mbl.is greindu í gær frá því er starfs­menn Kristjáns Lofts­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Hvals hf., lögðu hald á dróna sviss­neska teym­is­ins eft­ir að hafa rætt við þá uppi í hlíð ofan við aðstöðu fyr­ir­tæk­is­ins eft­ir að þeim þótti drón­inn fara háska­lega nærri vinn­andi fólki.

„Ég skrifaði Kristjáni Lofts­syni og út­skýrði verk­efni okk­ar fyr­ir hon­um, sagði hon­um frá hvað við vær­um að fara að gera á Íslandi,“ seg­ir Blanc, „hann sagði okk­ur hins veg­ar að nú væri hlé á starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins vegna sum­ar­fría en þegar við fór­um þarna upp eft­ir sáum við að starf­sem­in var í full­um gangi, skip kem­ur þarna inn með hval,“ held­ur hann áfram.

Blanc og starfs­fólk hans hafi svo verið statt uppi í hlíðinni ofan við aðstöðu Hvals er dró til tíðinda að hans sögn. „Þá koma þarna upp eft­ir til okk­ar níu starfs­menn Hvals og eru lítt við alþýðuskap, hafa í frammi ógn­andi til­b­urði og hóta okk­ur. Einn þeirra beitti mig armlás svo ég fékk mig hvergi hrært,“ seg­ir Blanc af at­b­urðum við hval­stöðina.

Telja eðli­legt að fjalla um hval­veiðar

Seg­ir Blanc starfs­menn­ina hafa haldið því fram að sviss­neska teymið ætti eng­an rétt á að mynda vinn­andi fólk án þess samþykk­is. „Ég reyndi að út­skýra hvað við vær­um að gera og hvers vegna við vær­um þarna og þá róuðust menn, sögðu að þetta mætti leysa. Þá kom eldri maður sem gekk beint að drón­an­um okk­ar og tók hann trausta­taki,“ seg­ir Blanc.

Af töku drón­ans spratt lög­reglu­mál sem Morg­un­blaðið og mbl.is hafa greint frá og hef­ur Hval­ur hf. kært sviss­neska fjöl­miðlafólkið fyr­ir dróna­flugið og kvaðst Kristján Lofts­son í gær bíða eft­ir kæru til baka frá Sviss­lend­ing­um.

„Okk­ur þykir Ísland hreinn unaður, nátt­úr­an, fólkið og allt hér. En við telj­um eðli­legt að er­lend­ir fjöl­miðlar fjalli um hval­veiðar, eins um­deilt mál og þær eru, við gæt­um full­kom­ins hlut­leys­is og vild­um bara fá að ræða við Kristján Lofts­son,“ seg­ir Blanc en eins og Kristján sagði í gær var fyr­ir­var­inn fullskamm­ur og hann þurfti að bregða sér til Nor­egs í viðskipta­er­ind­um.

„Svona hegðun er okk­ur ný­lunda“

Sviss­lend­ing­arn­ir hafi svo farið til lög­reglu og til­kynnt um at­b­urðinn. „Auðvitað gerðum við það, þarna er ráðist að okk­ur með offorsi og okk­ur þykir þetta mjög und­ar­leg fram­koma gagn­vart frétta­fólki, við erum bara að vinna vinn­una okk­ar. Við héld­um ró okk­ar og reynd­um bara að út­skýra hlut­ina, við tók­um ekki á móti, og svona hegðun er okk­ur ný­lunda,“ seg­ir Blanc.

Hann seg­ir lög­regl­una hafa beðist af­sök­un­ar og tekið það fram að hegðun á borð við þessa sé ekki for­svar­an­leg. „Lög­regl­an sagðist svo hafa reynt að ræða við lög­mann Kristjáns Lofts­son­ar til að fá hann til að af­henda drón­ann en það gekk ekki,“ seg­ir Blanc sem dvel­ur á Íslandi fram yfir helgi ásamt sam­starfs­fólki sínu.

mbl.is