Tóku svissneskan dróna traustataki

Starfsmenn Hvals lögðu hald á dróna Svisslendinga sem þeir neita …
Starfsmenn Hvals lögðu hald á dróna Svisslendinga sem þeir neita alfarið að skila þrátt fyrir fjölda símtala frá lögreglunni á Akranesi. Ljósmynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson

„Ja, þeir voru hérna í gær [fyrra­dag] uppi í hlíð, menn sem segj­ast vera frá Swiss Nati­onal Broa­dcasting Corporati­on,“ seg­ir Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals hf., í sam­tali við Morg­un­blaðið um mál sem lyktaði með því að starfs­menn Hvals lögðu hald á dróna Sviss­lend­ing­anna sem þeir neita al­farið að skila þrátt fyr­ir fjölda sím­tala frá lög­regl­unni á Akra­nesi.

Þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag, föstu­dag.

Ekki rík­is­út­varpið

Hef­ur Kristján kært dróna­flugið til lög­reglu en hóp­ur­inn sem stýrði téðum dróna er þó ekki sviss­neska rík­is­út­varpið, sem heit­ir Swiss Broa­dcasting Corporati­on, held­ur einka­rek­in sviss­nesk vefsíða sem kall­ast Swiss Nati­onal Broa­dcasting Corporati­on. „Í gær [fyrra­dag] kom hval­bát­ur inn með hval og menn eru að vinna þarna á plan­inu,“ seg­ir Kristján frá, „þá verða þeir var­ir við dróna sem flýg­ur þarna yfir í um 20 metra hæð. Sam­kvæmt lög­um er það allt of ná­lægt, drón­ar eiga að vera í 150 metra fjar­lægð frá at­hafna­svæðum nema leyfi liggi fyr­ir til að fara inn á svæðið,“ held­ur hann áfram.

„Fyr­ir þess­um mönn­um fer ein­hver Phil­ippe Blanc sem sendi mér tölvu­póst 2. ág­úst og bað mig um heil­mikið viðtal um hval­veiðarn­ar,“ seg­ir Kristján og les all­an tölvu­póst­inn fyr­ir blaðamann þar sem farið er fram á ít­ar­legt viðtal, heim­sókn á starfs­stöðvar og jafn­vel fjöl­skyldu­sögu Kristjáns.

Með hljóðnema á stöng

„Þeir segj­ast svo koma hérna 6. ág­úst og ég svaraði hon­um tveim­ur dög­um síðar og sagðist ekki geta hitt hann á þess­um tíma,“ seg­ir Kristján. „Ef ein­hver send­ir þér skeyti 2. ág­úst, á þriðju­degi, og vill hitta þig á laug­ar­degi er bara ekk­ert á vís­an að róa með það og ég sagði hon­um það bara,“ seg­ir Kristján sem þurfti að hverfa til Nor­egs 5. ág­úst.

Kveður hann þá Blanc svo hafa skipst á nokkr­um tölvu­póst­um en ekki náð sam­an um fund. „Svo ger­ist það þarna í gær [fyrra­dag] að þessi dróni er að fljúga þarna yfir, ég var ekki þarna en sá mynd­skeið af þessu. Og uppi í hlíðinni er heilt gengi með meðal ann­ars míkró­fón á stöng, þetta var bara eins og eitt­hvert Hollywood-gengi,“ seg­ir Kristján.

Meira í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: