Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti hefur verið allsgáður í þrjú ár. Gauti fagnaði áfanganum í brúðkaupsferð í útlöndum, en hann kvæntist Jovönu Schally 6. ágúst síðastliðinn.
„3 ár án áfengis í dag. Nýgiftur og asnalega saddur eftir besta taco sem ég hef smakkað. Lífið er gott,“ skrifaði Gauti á Instagram.
Smartland óskar honum til hamingju með áfangann!