Mímir fann ástina í þinginu

Mímir Kristjánsson og Sofie Marhaug eru nýjasta parið á Stórþinginu.
Mímir Kristjánsson og Sofie Marhaug eru nýjasta parið á Stórþinginu. Samsett mynd

Mímir Kristjánsson, þingmaður Rauða flokksins í norska Stórþinginu, hefur fundið ástina. Sú heppna heitir Sofie Marhaug og er einnig þingmaður Rauða flokksins. Dagbladet greinir frá. 

Bæði vori þau Sofie og Mímir kosin á Stórþingið á síðasta ári. Mímir á norska móður en faðir hans er íslenskur.

Hinir ástföngnu þingmenn vildu ekki tjá sig nánar um ráðahaginn við norska fjölmiðla. 

mbl.is