Frystitogarinn Snæfell EA 310 kom til hafnar á Akureyri á laugardag eftir siglingu frá Danmörku. Samherji keypti frystitogarann af Framherja í Færeyjum, en þá hét skipið Akraberg FO. Samherji á þriðjungshlut í Framherja.
Skipið var smíðað árið 1994 í Noregi fyrir Hrönn hf. á Ísafirði og hét upphaflega Guðbjörg ÍS. Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, sagði í viðtali við Morgunblaðið í maí, þegar kaupin voru tilkynnt, að útgerðin hygðist nota skipið til grálúðuveiða í íslenskri lögsögu. Grálúðan verður hausuð, sporðskorin og heilfryst um borð. Þá reiknaði hann með því að 18 menn yrðu í áhöfn.
Samherji eignaðist togarann árið 1997 þegar Hrönn hf. rann inn í samsteypuna. Stuttu síðar var hann seldur til Þýskalands og hét þá Hannover NC. Skipið kom aftur í flota Samherji aftur árið 2002. Þá var því breytt í fjölveiðiskip. Það var sent aftur til Þýskalands 2007 og Framherji keypti skipið 2013.