Snæfell EA kom til hafnar á laugardag

Snæfell EA kemur til hafnar á Akureyri. Skipið hét áður …
Snæfell EA kemur til hafnar á Akureyri. Skipið hét áður Akraberg og var gert út af Framhejra í Færeyjum. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Frysti­tog­ar­inn Snæ­fell EA 310 kom til hafn­ar á Ak­ur­eyri á laug­ar­dag eft­ir sigl­ingu frá Dan­mörku. Sam­herji keypti frysti­tog­ar­ann af Fram­herja í Fær­eyj­um, en þá hét skipið Akra­berg FO. Sam­herji á þriðjungs­hlut í Fram­herja.

Skipið var smíðað árið 1994 í Nor­egi fyr­ir Hrönn hf. á Ísaf­irði og hét upp­haf­lega Guðbjörg ÍS. Kristján Vil­helms­son, út­gerðar­stjóri Sam­herja, sagði í viðtali við Morg­un­blaðið í maí, þegar kaup­in voru til­kynnt, að út­gerðin hygðist nota skipið til grá­lúðuveiða í ís­lenskri lög­sögu. Grá­lúðan verður hausuð, sporðskor­in og heilfryst um borð. Þá reiknaði hann með því að 18 menn yrðu í áhöfn.

Sam­herji eignaðist tog­ar­ann árið 1997 þegar Hrönn hf. rann inn í sam­steyp­una. Stuttu síðar var hann seld­ur til Þýska­lands og hét þá Hanno­ver NC. Skipið kom aft­ur í flota Sam­herji aft­ur árið 2002. Þá var því breytt í fjölveiðiskip. Það var sent aft­ur til Þýska­lands 2007 og Fram­herji keypti skipið 2013.

Snæfellið sigldi hjá skemmtiferðaskipi við Oddeyrarbryggju og inn á Pollinn.
Snæ­fellið sigldi hjá skemmti­ferðaskipi við Odd­eyr­ar­bryggju og inn á Poll­inn. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son
Upphaflega bar skipið nafnið Guðbjörg ÍS.
Upp­haf­lega bar skipið nafnið Guðbjörg ÍS. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: