7 til 10 milljarða fjárfesting

Gunnþór Ingvason kveðst gera ráð fyrir að 30 til 40 …
Gunnþór Ingvason kveðst gera ráð fyrir að 30 til 40 störf geti skapast í nýrri fóðurverksmiðju.

Fóður­verk­smiðjan sem Síld­ar­vinnsl­an og Bi­oM­ar hafa nú til skoðunar að reisa mun kosta um 50 til 70 millj­ón­ir banda­ríkja­dali, jafn­v­irði um 7 til 10 millj­arða króna.

Þetta upp­lýs­ir Gunnþór Ingva­son, for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Hann seg­ir áætla megi að rekst­ur­inn muni þurfa 30 til 40 starfs­menn auk annarra starfa sem skap­ast óbeint.

Verk­smiðjunni er ætlað að nýta vör­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar til fram­leiðslu á fóðri fyr­ir fisk­eldi sem vaxið hef­ur ört á und­an­förn­um árum og mun vaxa frek­ar á næst­unni. Meðql mark­miða er að fram­leiðslan sé með eins litla kol­efn­is­los­un og kost­ur er á, mun hún nýta um­hverf­i­s­væna orku.

Staðsetn­ing verk­smiðjunn­ar er óráðin en farið verður í þá vinnu og verður lagt mat á hag­kvæm­ustu staðsetn­ingu með til­liti til aðfanga og upp­bygg­ingu elds­ins, að sögn Gunnþór. „Niðurstaða úr þeirri vinnu ligg­ur ekki fyr­ir, en þetta mun­um við vinna sam­eig­in­lega með Bi­om­ar á næstu mánuðum.“

mbl.is