Elta makrílinn í íslenska lögsögu

Það eru góðar fréttir fyrir íslensku uppsjávarskipin að makríll er …
Það eru góðar fréttir fyrir íslensku uppsjávarskipin að makríll er farinn að birtast í veiðanlegu magni í lögsögunni. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Helgi Freyr Ólason

Það hef­ur færst auk­inn kraft­ur í mak­ríl­veiðarn­ar og hafa ís­lensk skip og bát­ar náð að landa um 6.000 tonn á síðastliðnum sex dög­um sam­kvæmt gögn­um Fiski­stofu. Mak­ríll­inn hef­ur færst inn í ís­lenska lög­sögu eft­ir að hafa verið við ís­lensku lín­una í Smugunni og hafa nokk­ur skip verið á mak­ríl­veiðum í lög­sög­unni.

Heild­arafl­inn er kom­inn í 72 þúsund tonn en enn eru eft­ir 75 þúsund tonn af út­gefn­um afla­heim­ild­um. Þrátt fyr­ir að styttra er að sækja fisk­inn er fátt sem bend­ir til að tak­ist að veiða all­an þann afla sem útaf stend­ur.

Í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar seg­ir að mak­ríll­inn sem fæst í ís­lensku lög­sög­unni sé stór, en að veiðin hafi verið mis­jöfn milli skipa. „Núna er kaldi á miðunum og er alltaf erfiðara að eiga við mak­ríl­inn við slík­ar aðstæður. Bind­um við von­ir við að fisk­ur­inn sé að fær­ast meira inn til okk­ar. Einnig er veiði aust­an­meg­in í smugunni við nor­egs­lín­una, en fisk­ur­inn er mun smærri þar.“

„Enn vant­ar herslumun­inn uppá að kvót­inn ná­ist og segja má að loka­sprett­ur vertíðar­inn­ar sé haf­inn.  Veiðin hef­ur verið blett­ótt það sem af er vertíð, komið dag­ar með góðri veiði og síðan lak­ara inná milli eins og geng­ur,“ seg­ir í færslu Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

mbl.is