Hófu vinnslu á ný á Seyðisfirði

Vinnsla er komin á fullt í frystihúsinu á Seyðisfirði.
Vinnsla er komin á fullt í frystihúsinu á Seyðisfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinnsla hófst á ný í frysti­húsi Síld­ar­vinnsl­unn­ar á Seyðis­firði á mánu­dag eft­ir rúm­lega mánaðar sum­ar­lok­un. Fram kem­ur í færslu á vef út­gerðar­inn­ar að fisk­ur hafi komið til vinnslu frá Vest­manna­eyj­um sem og fisk­ur sem keypt­ur var á markaði.

„Hér er allt komið í full­an gang og all­ir hress­ir,“ seg­ir Ró­bert Ingi Tóm­as­son, fram­leiðslu­stjóri, í færsl­unni.

Þá kom ís­fisk­tog­ar­inna Gull­ver NS til hafn­ar á Seyðis­firði í gær eftri veiðar í Lóns­bugt, á Lóns­dýpi, í Beru­fjarðarál og á Fæt­in­um. Um borð var 90 tonna afli, mest þorsk­ur og ýsa. „Þetta gekk sæmi­lega en of mik­ill tími fór þó í að leita að ufsa sem erfiðlega geng­ur að finna. Það var al­ger renni­blíða all­an túr­inn og það var svo sann­ar­lega gott. Það er gert ráð fyr­ir að haldið verði á ný til veiða á morg­un,“ seg­ir Steinþór Hálf­dan­ar­son, skip­stjóri.

mbl.is