Skýrslan mun kosta rúmar 90 milljónir króna

Skýrslan sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, lætur gera um eldisgreinarnar mun …
Skýrslan sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, lætur gera um eldisgreinarnar mun kosta rúmlega 90 milljónir króna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skýrsla um stöðu eld­is­greina hér á landi, sem unn­in verður af ráðgjafa­fyr­ir­tæk­inu Bost­on Consulting Group Nordic AB, fyr­ir mat­vælaráðuneytið mun kosta rík­is­sjóð að minnsta kosti 90,9 millj­ón­ir ís­lenskra króna.

Þetta kem­ur fram í svari mat­vælaráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn 200 mílna.

Þar seg­ir að áætlaður kostnaður við skýrslu­gerðina sé 645.000 evr­ur og að upp­hæðin fari öll til ráðgjafa­fyr­ir­tæk­is­ins. Auk þess bæt­ist við þýðing­ar­kostnaður sem ekki ligg­ur fyr­ir hver verður.

Svandís Svavars­dótt­ir, mat­vælaráðherra, ákvað að láta gera um­rædda skýrslu sem á að vera ít­ar­leg út­tekt á lagar­eldi hér á landi, en lagar­eldi er yf­ir­heiti sjókvía-, land-, þör­unga- og út­hafseld­is. Þá hef­ur mat­vælaráðuneytið sér­stak­lega vakið at­hygli á að til skoðunar verða mót­vægiaðgerðir vegna um­hverf­isáhrifa sjókvía­eld­is.

mbl.is