Þorsteinn segir tekjur sínar ofáætlaðar

Þorsteinn V. Einarsson segist ekki hafa verið með 1,3 milljónir …
Þorsteinn V. Einarsson segist ekki hafa verið með 1,3 milljónir á mánuði að meðaltali á síðasta ári.

Hlaðvarps­stjórn­and­inn Þor­steinn V. Ein­ars­son seg­ist ekki hafa verið með 1,3 millj­ón­ir króna í tekj­ur á mánuði á síðasta ári. Skatt­fram­talið hans hafi ekki verið sent inn til rík­is­skatts­stjóra á rétt­um tíma og því hafi tekj­ur hans verið ofáætlaðar. Hann birt­ir launa­seðil frá síðasta ári sem sýn­ir að tekj­ur hans voru um 700 þúsund krón­ur þann mánuðinn. 

Þor­steinn stýr­ir hlaðvarp­inu Karl­mennsk­an og held­ur úti vin­sælli síðu á In­sta­gram und­ir sama nafni.

Greint var frá því í dag að Þor­steinn hefði verið með 1,3 millj­ón­ir króna í tekj­ur á mánuði á síðasta ári. Það kem­ur fram á DV og Tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar. 

„Hljóm­ar eins og lyga­saga“

„Ástæða mis­mun­ar­ins felst í því að all­ur rekst­ur í tengsl­um við Karl­mennsk­una (átakið já­kvæð karl­mennska, þ.m.t. styrk­ir vegna grafík­ur, aug­lýs­inga o.fl., leiga hús­næðis, kaup búnaðar o.fl.) er áætlað sem laun. Á meðan stór hluti er kostnaður. Þetta hljóm­ar eins og lyga­saga, en ástæða þess að laun­in eru sögð mun hærri en þau eru í raun er vegna þess að end­ur­skoðand­inn gleymdi að skila skatt­fram­tal­inu mínu,“ skrif­ar Þor­steinn í færslu á In­sta­gram. 

Að lok­um seg­ist Þor­steinn al­veg vera til í að vera með rúma millj­ón á mánuði, en hon­um finn­ist þó mik­il­væg­ara að vera heiðarleg­ur og leiðrétta mis­skiln­ing­inn. 

mbl.is