Björk gagnrýnir Katrínu

Katrín Jakobsdóttir og Björk Guðmundsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir og Björk Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Samsett

Tón­list­ar­kon­an Björk Guðmunds­dótt­ir hef­ur gagn­rýnt Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra fyr­ir að hafa hætt við að lýsa yfir neyðarástandi í lofts­lags­mál­um árið 2019.

Með yf­ir­lýs­ing­unni ætluðu Björk, aðgerðasinn­inn Greta Thun­berg og Katrín að setja auk­inn þrýst­ing á ís­lensk stjórn­völd um aðgerðir í lofts­lags­mál­um.

Þegar gefa átti út yf­ir­lýs­ing­una hætti Katrín við, sagði Björk í sam­tali við The Guar­di­an. „Ég treysti henni eig­in­lega, kannski af því að hún er kona – síðan hélt hún ræðu og þá sagði hún ekki orð. Hún minnt­ist ekki einu sinni á þetta. Og ég varð virki­lega reið,“ sagði Björk. „Vegna þess að ég var búin að skipu­leggja þetta í marga mánuði.“

Greta Thunberg.
Greta Thun­berg. AFP/​Andy Buchan­an

Hún bætti við: „Ég vildi styðja við bakið á henni. Það er erfitt að vera kven­kyns for­sæt­is­ráðherra,“ sagði Björk og bætti við að Katrín hafi ekk­ert gert fyr­ir um­hverfið.

Á tón­leika­ferð Bjark­ar árið 2019, Cornucopia, voru spiluð mynd­bands­skila­boð frá Thun­berg, sem hef­ur vakið heims­at­hygli fyr­ir bar­áttu sína gegn hlýn­un jarðar. 

Næsta plata Bjark­ar nefn­ist Foss­ora og er hún vænt­an­leg í haust. 

mbl.is