Patrekur tekjuhæstur í Æði

Binni Glee, Patrekur Jamie og Bassi Maraj.
Binni Glee, Patrekur Jamie og Bassi Maraj. Skjáskot/Instagram

Pat­rek­ur Jamie, raun­veru­leika­stjarna og áhrifa­vald­ur, var með hæstu tekj­urn­ar af þeim Brynj­ari Steini Gylfa­syni og Sig­ur­jóni Baltas­ar Vil­hjálms­syni. Var hann með 440 þúsund í tekj­ur á mánuði að meðaltali á síðasta ári. Þetta kem­ur fram í Tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar sem kom út í dag. 

Sig­ur­jón Baltas­ar, bet­ur þekkt­ur sem Bassi Maraj, var með litlu minna eða 384 þúsund krón­ur í tekj­ur á mánuði á síðast ári. Brynj­ar Steinn, bet­ur þekkt­ur sem Binni Glee, var með 289 þúsund krón­ur í tekj­ur á mánuði. 

Patti, Bassi og Binni eru aðal­stjörn­ur raun­veru­leikaþátt­anna Æði sem sýnd­ir hafa verið á Stöð 2 síðustu ár. Fjórða sería kom út á þessu ári. 

mbl.is