Hluthafafundur Síldarvinnslunnar hf. samþykkti samhljóma kaup félagsins á Vísi hf. í Grindavík á fundi sínum í gær sem haldin var í Safnahúsinu í Neskaupstað.
„Á dagskrá fundarins var einungis eitt mál: Kaupin á Vísi hf. Á fundinum var ítarlega farið yfir hvernig kaupin fara fram og hvaða möguleika þau skapa. Tillaga um kaupin var síðan samþykkt samhljóða með 89,51% greiddra atkvæða en á fundinn voru mættir handhafar 89,54% hluta í Síldarvinnslunni,“ segir í tilkynningu á vef Síldarvinnslunnar.
Síldarvinnslan tilkynnti 10. júlí síðastliðinn að gengið hefði verið frá samningi um kaup félagsins á öllu hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis hf. fyrir 20 milljarða króna. Vaxtaberandi skuldir Vísis hf. nema um 11 milljörðum króna og nema verðmæti viðskiptanna því samtals um 31 milljarði króna.
Megnið af þessum 20 milljörðum veru greiddir með nýjum hlutabéfum en hlutafjáraukning í Síldarvinnslunni var eitt þeirra atriða sem fylgdi samþykkt tillögunnar á hluthafafundinum.