Samþykktu kaupin á Vísi hf. samhljóma

Hluthafar Síldarvinnslunnar samþykktu í gær kaupin á Vísi hf. í …
Hluthafar Síldarvinnslunnar samþykktu í gær kaupin á Vísi hf. í Grindavík. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Hlut­hafa­fund­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. samþykkti sam­hljóma kaup fé­lags­ins á Vísi hf. í Grinda­vík á fundi sín­um í gær sem hald­in var í Safna­hús­inu í Nes­kaupstað.

„Á dag­skrá fund­ar­ins var ein­ung­is eitt mál: Kaup­in á Vísi hf. Á fund­in­um var ít­ar­lega farið yfir hvernig kaup­in fara fram og hvaða mögu­leika þau skapa. Til­laga um kaup­in var síðan samþykkt sam­hljóða með 89,51% greiddra at­kvæða en á fund­inn voru mætt­ir hand­haf­ar 89,54% hluta í Síld­ar­vinnsl­unni,“ seg­ir í til­kynn­ingu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Síld­ar­vinnsl­an til­kynnti 10. júlí síðastliðinn að gengið hefði verið frá samn­ingi um kaup fé­lags­ins á öllu hluta­fé sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Vís­is hf. fyr­ir 20 millj­arða króna. Vaxta­ber­andi skuld­ir Vís­is hf. nema um 11 millj­örðum króna og nema verðmæti viðskipt­anna því sam­tals um 31 millj­arði króna.

Megnið af þess­um 20 millj­örðum veru greidd­ir með nýj­um hluta­béf­um en hluta­fjáraukn­ing í Síld­ar­vinnsl­unni var eitt þeirra atriða sem fylgdi samþykkt til­lög­unn­ar á hlut­hafa­fund­in­um.

mbl.is