Miklar sveiflur í makrílveiðinni

Tómas Káarson, skipstjóri á Beiti NK, segir töluverðar sveiflur í …
Tómas Káarson, skipstjóri á Beiti NK, segir töluverðar sveiflur í makrílveiðinni. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Smári Geirsson

Þrátt fyr­ir að mak­ríll­inn hafi stefnt í átt að Íslandi og ís­lensku upp­sjáv­ar­skip­in hafa getað stundað veiðar í ís­lensku lög­sög­unni, hef­ur veiðin ekki verið nógu kraft­mik­il og vonað var. Enn eru rúm­lega 54.500 tonn eft­ir af mak­ríl­kvóta árs­ins eða ríf­lega 36% af út­hlutuðum afla­heim­ild­um, að því er fram kem­ur í afla­stöðulista Fiski­stofu.

„Veiðin var held­ur treg þegar við vor­um úti en hún hef­ur glæðst. [...] Það eru tölu­verðar sveifl­ur í veiðinni,“ seg­ir Tóm­as Kára­son, skip­stjóri á Beiti NK, í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Afl­astaðan mis­jöfn

Afl­astaðan er þó mis­jöfn milli skipa og seg­ir Tóm­as mak­ríl­kvót­ann langt kom­inn hjá skip­un­um sem landa hjá Síld­ar­vinnsl­unni, en Beit­ir kom til Nes­kaupstaðar á laug­ar­dag með 920 tonna afla sem fór all­ur til mann­eld­is­vinnslu í fiskiðju­veri Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Rúm 800 tonn voru mak­ríll en einnig fylgdu rúm 60 tonn af síld og tæp 50 tonn af kol­munna.

„Í veiðiferðinni tók­um við sjö hol og fór afl­inn úr þrem­ur þeirra um borð í Vil­helm Þor­steins­son. Við feng­um síðan afla úr fjór­um hol­um frá Barða. […] Nú eru menn farn­ir að hugsa til síld­ar­vertíðar og á land­leiðinni núna tók­um við eina stutta síld­ar­sköfu á Héraðsfló­an­um. Það var áhugi fyr­ir því að skoða ástand síld­ar­inn­ar og því var þetta gert. Við feng­um þarna 60 tonn af gull­fal­legri norsk-ís­lenskri síld. Ég reikna með að þetta hafi verið um 400 gramma síld. Ég trúi vart öðru en þessi síld gefi góð fyr­ir­heit um síld­ar­vertíðina sem framund­an er,“ seg­ir Tóm­as.

Aðfar­arnótt mánu­dags kom Barði NK til Nes­kaupstaðar með um þúsund tonn af mak­rílmiðunum og fékks afl­inn í ís­lensku lög­sög­unni.

mbl.is