„Þetta er stór áfangi fyrir fyrirtækið“

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, opnaði hrognahúsið ásamt Jónasi Jónassyni, framkvæmdastjóra Benchmark. …
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, opnaði hrognahúsið ásamt Jónasi Jónassyni, framkvæmdastjóra Benchmark. Húsið tvöfaldar framleiðslugetur Benchmark. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýtt hrogna­hús Bench­mark Genetics Ice­land hf. (Bench­mark)í Vog­um á Reykja­nesi var opnað við form­lega at­höfn í gær. Nýja hrogna­húsið er 2.300 fer­metr­ar og get­ur fram­leitt um það bil 300-400 millj­ón laxa­hrogn á ári sem dug­ar til fram­leiðslu á millj­ón tonn­um af eld­islaxi sem gæti skilað um 6,6 millljörðum mat­ar­skömm­utm um heim all­an, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fyr­ir­tæk­inu.

Jón­as Jónas­son, fram­kvæmda­stjóri Bench­mark, kveðst ánægður að hafa fengið tæki­færi til að sýna hrog­an­húsið og fagna þess­um áfanga í sögu fé­lags­ins. „Þetta er stór áfangi fyr­ir fyr­ir­tækið og gef­ur okk­ur tæki­færi til að vaxa enn frek­ar. Þetta trygg­ir okk­ur meiri hrogna­gæði og við get­um fram­leitt meira til að anna auk­inni eft­ir­p­urn i fisk­eldi.“

Í hús­inu munu vera 10 þúsund 5 lítra eldisker sem hvert fyr­ir sig þrosk­ar hrogn und­an einni hrygnu, en húsið er tengt við eldra hrogna­hús og í stöðinni er einnig fram­leidd­ur lax til fram­leiðslu hrogna. Hjá Ben­hc­mark starfa 86 starfs­menn á sex starfstöðvum sem eru fyr­ir utan Voga, í Kollaf­irði, í Kalm­an­stjörn, í Höfn­um, og á skrif­stofu í Hafnar­f­irði og rann­sókn­ar­stofu í Há­skóla Íslands.

Velta Bench­mark Genetics Ice­land nam um 4 millj­örðum á síðasta ári og hagnaður þar af um einn millj­arður. Fé­lagið sel­ur hrogn til 28 ríkja og voru því út­flutn­ings­tekj­ur um  85% af velt­unni.

Að lok­inni form­legri opn­un voru gest­ir leidd­ir um húsið og lýsti Jón­as fram­leiðslunni.

Jónas Jónasson kynnti starfsemina fyrir Svandísi svavarsdóttur, matvælaráðherra, auk öðrum …
Jón­as Jónas­son kynnti starf­sem­ina fyr­ir Svandísi svavars­dótt­ur, mat­vælaráðherra, auk öðrum gest­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Áætlað er að framleidd verða 300 til 400 milljónir laxahrogna …
Áætlað er að fram­leidd verða 300 til 400 millj­ón­ir laxa­hrogna á ári. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Alþingismaðurinn Guðrún Hafsteinsdóttir sýndi hrognunum áhuga.
Alþing­ismaður­inn Guðrún Haf­steins­dótt­ir sýndi hrogn­un­um áhuga. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Starfsemin var kynnt fyrir gestum sem viðstaddir voru opnunina.
Starf­sem­in var kynnt fyr­ir gest­um sem viðstadd­ir voru opn­un­ina. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Fjöldi gesta mættu á opnunina.
Fjöldi gesta mættu á opn­un­ina. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: