Hrafnhildur Haraldsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland 2022 í gær. Fegurðarsamkeppnin fór fram í Gamla bíó í gærkvöldi.
Alls tóku sextán stúlkur þátt í keppninni en þótti Hrafnhildur, sem bar titilinn Miss East Reykjavík, bera af.
Hrafnhildur mun fara út fyrir Íslands hönd í Miss Universe keppnina sem haldin verður í San José á Kosta Ríka í ár.
Með henn í topp fimm voru Þorbjörg Kristinsdóttir, Alexandra Andreyeva Tomasdottir, Ísabella Þorvaldsdóttir og Elva Björk Jónsdóttir.