Telja Fiskistofu skorta þekkingu á uppboðum

Strand­veiðisjó­menn á Norður- og Aust­urlandi vilja breyt­ing­ar á strand­veiðikerf­inu.
Strand­veiðisjó­menn á Norður- og Aust­urlandi vilja breyt­ing­ar á strand­veiðikerf­inu. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Formenn þriggja svæðisfélaga smábátasjómanna á Norður- og Austurlandi telja að lítil þekking á framkvæmd uppboða hafi leitt til þess að ekki fengust meiri heimildir í þorski fyrir strandveiðar fyrir uppsjávarheimildir sem ríkið bauð á skiptamarkaði.

Þetta var ályktun sem þeir drógu í kjölfar fundar þeirra og Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um framkvæmd strandveiða ársins.

Á fundinum vöktu þeir athygli á að óeðlilegt væri að 57 þúsund tonn af verðmætum uppsjávartegundum hefðu ekki skilað meiru en 3.765 tonn af þorski. Leggja þeir til að Fiskistofa hafi starfsmann á sínum snærum með sérþekkingu á uppboðum.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: