Bolfiskvinnsla SVN byggist upp á suðvesturhorninu

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, ræðir söluna …
Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, ræðir söluna á fyrirtækinuí blaði 200 mílna sem fylgir Morgunblaðinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það var svo sem eng­in mark­viss ákvörðun um að nú væri tím­inn runn­inn upp eða eitt­hvað svo­leiðis. En það var orðið ljóst að öll svona fyr­ir­tæki hafa sinn líf­tíma í óbreyttu formi. Við hlut­haf­ar erum flest á bil­inu 60 til 70 ára göm­ul. Á ein­hverj­um tíma­punkti þurfti eitt­hvað að gera. Við vor­um búin að skoða tvo al­vörumögu­leika á sam­starfi og sam­ein­ingu [m.a. við Þor­björn hf.]. Hóp­ur­inn sem á í fyr­ir­tæk­inu, beint eða óbeint, tel­ur um 60 manns. Það var vilji okk­ar og skylda gagn­vart for­eldr­um okk­ar að tryggja starf­sem­ina áfram og að rekst­ur­inn yrði í Grinda­vík,“ svar­ar Pét­ur Haf­steinn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri og einn eig­enda Vís­is hf., spurður hvað hafi orðið til þess að ákveðið hafi verið að selja.

Það hafi síðan borist til­boð um sam­ein­ingu frá Síld­ar­vinnsl­unni. 

Pét­ur seg­ir eig­end­um Vís­is hafa lit­ist vel á Síld­ar­vinnsl­una og þau framtíðar­tæki­færi sem rekstr­in­um í Grinda­vík stend­ur til boða með breyt­ing­unni. Þ.e.a.s að bol­fisk­vinnsla Síld­ar­vinnsl­unn­ar bygg­ist upp á suðvest­ur­horn­inu.

Pét­ur ræðir söl­una á fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu Vís­is hf. til Síld­ar­vinnsl­unn­ar í ít­ar­legu viðtali í 200 míl­um, sér­blaði um sjáv­ar­út­veg sem fylg­ir Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: