Alfreð Gísla og Hrund nýtt par

Alfreð Gíslason og Hrund Gunnsteinsdóttir eru búin að vera í …
Alfreð Gíslason og Hrund Gunnsteinsdóttir eru búin að vera í sambandi í nokkra mánuði. Samsett mynd

Handboltaþjálfarinn Alfreð Gíslason og Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, eru par. Alfreð sagði frá sambandinu í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins í sumar og sagði þau þá nýlega hafa tekið upp fast samband.

Alfreð er nú þjálfari þýska landsliðsins í handbolta en hann er einn besti handboltamaður sem Ísland hefur getið af sér. Lék hann tæplega 200 leiki með íslenska landsliðinu á sínum ferli. Síðustu ár hefur hann náð góðum árangri með Kiel, en tók við landsliði Þýskalands árið 2020. 

Hrund er framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um sam­fé­lags­ábyrgð en hún er með meistaragráðu í þróunarfræði frá London School of Economics. Hún hefur starfað hjá Sameinuðu þjóðunum.

Smartland óskar þeim til hamingju með að hafa fundið hvort annað!

mbl.is