„Þetta er mjög snúið að leysa“

Ólafur Helgi Marteinsson, formaður SFS, segir eðlismun í útgerðarrekstri og …
Ólafur Helgi Marteinsson, formaður SFS, segir eðlismun í útgerðarrekstri og öðrum atvinnurekstri . Þessi munur gerir það að verkum að erfitt sé að koma til móts við kröfur sjómanna. mbl.is/Árni Sæberg

„Stóra ástæðan fyr­ir því að ekki hafi tek­ist að semja eru kröf­ur í kring­um aukn­ar líf­eyr­is­greiðslur. Þá verða menn að hafa í huga að launa­kerfi sjó­manna er með allt öðrum hætti en allra annarra launþega á Íslandi. Þarna er hluta­skipta­kerfi og eiga sjó­menn því sinn fasta hlut í afla­verðmæt­un­um,“ seg­ir Ólaf­ur Helgi Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri Ramma hf. og formaður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í viðtali við Ólaf í blaði 200 mílna sem fylgdi Morg­un­blaðinu um helg­ina.

„Öfugt við all­ar aðrar grein­ar eru hagræðing­ar­mögu­leik­ar vegna tækni­breyt­inga á skip­um nán­ast eng­ir. Þannig að við get­um ekki eins og aðrar at­vinnu­grein­ar aukið tæknistigið og fækkað starfs­fólki til að auka hagræðingu. Viðbót­ar­greiðslur í líf­eyr­is­sjóð þýða það að þá minnk­ar hlut­ur út­gerðar­inn­ar. Krafa sjó­manna er sem sagt að fá stærri hluta af kök­unni án þess að menn geta hagrætt á móti. Þessi eðlis­mun­ur ger­ir það að verk­um að þetta er mjög snúið að leysa,“ út­skýr­ir hann.

Hann seg­ir þó ávallt von um að hægt sé að ná sátt eins lengi og full­trú­ar sjó­manna og út­gerða halda áfram að hitt­ast og ræða sam­an.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: