Leyfilegur heildarafli í samræmi við ráðgjöf Hafró

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, undirritaði á dögunum reglugerðir sem gera ráð …
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, undirritaði á dögunum reglugerðir sem gera ráð fyrir hámarksafla á fiskveiðiárinu 2022/2023 sem er í takti við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Svandís Svavars­dótt­ir, mat­vælaráðherra, hef­ur ákveðið að leyfi­leg­ur heild­arafli fisk­veiðiárs­ins 2022/​2023, sem hefst á morg­un, verði í takti við ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og hef­ur und­ir­ritað reglu­gerð þess efn­is.

Í þrem­ur reglu­gerðum vegna næsta fisk­veiðiárs, sem birt­ar voru á dög­un­um í Stjórn­artíðind­um, má lesa að leyfi­leg­ur heild­arafli ís­lenskra skipa í þorski verður 206 þúsund tonn sem er 6,34% skerðing frá fisk­veiðiár­inu sem er að líða. Þá skerðist einnig leyfi­leg­ur heild­arafli í gull­karfa um 5.939 tonn eða tæp­lega 21%

Heim­ilt verður að veiða mun meira af ýsu eða rúm 60 þúsund tonn, í sam­ræmi við ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sem birt var í júní. Um er að ræða tæp­lega 47% aukn­ingu milli fisk­veiðiára.

Tíu þúsund tonn til strand­veiða

Reglu­gerð um veiðar í at­vinnu­skyni fisk­veiðiárið 2022/​2023 ger­ir ráð fyr­ir að veiðiheim­ild­ir fyr­ir 10 þúsund tonn­um af þorski verði ráðstafað strand­veiðum, á það einnig við um þúsund tonn af ufsa og hundrað tonn af gull­karfa. Um er að ræða sömu ráðstöf­un og við út­gáfu reglu­gerðar­inn­ar í fyrra og sæta strand­veiðar því ekki sömu skerðingu í þorski og út­gerðir afla­marks­kerf­inu, þó er um að ræða minni afla en strand­veiðarn­ar skiluðu í sum­ar.

mbl.is