„Trúum því að góðir hlutir gerist hægt“

Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, kveðst hafa trú á því …
Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, kveðst hafa trú á því að hægt verði að snúa rekstrinum í Bretlandi við. Ljósmynd/Iceland Seafood

Fleiri sam­verk­andi þætt­ir urðu til þess að rekst­ur Ice­land Sea­food í Bretlandi hef­ur reynst mjög erfiður, en Bjarni Ármanns­son, for­stjóri fé­lags­ins, kveðst enn vongóður um að tak­ist að ná jafn­vægi í rekstr­in­um.

Þetta er meðal þess er fram kem­ur í viðtali við Bjarna í blaði 200 mílna sem fylgdi Morg­un­blaðinu um helg­ina.

„Launa­kostnaður hef­ur auk­ist tölu­vert, það er erfiðara að fá vinnu­afl, eft­ir Covid hef­ur vinnu­vilji fólks minnkað. Það er líka ljóst að Bret­land hef­ur reitt sig á fram­leiðslu frá Aust­ur-Evr­ópu og Kína í heil­mikl­um mæli, og fram­leiðslu­ein­ing­ar þar eru minna sjálf­virkni­vædd­ar en maður sér ann­ar staðar í Evr­ópu. Færri fara frá Evr­ópu til Bret­lands í at­vinnu­leit í kjöl­far Brex­it. Allt sem lýt­ur að papp­írs­vinnu og tolla­gerð sem ger­ir vör­um kleift að fara á milli hef­ur breyst. Þess­ir fríversl­un­ar­samn­ing­ar sem um var rætt um við stór hag­kerfi eins og Jap­an og Banda­rík­in hafa tekið lengri tíma og skilað minna en vænst var til,“ út­skýr­ir Bjarni.

Mark­miðið nú sé að ná að gera verk­smiðju­starf­sem­ina í Bretlandi arðbæra, að sögn Bjarna. „Við trú­um því að góðir hlut­ir ger­ist hægt.“

Viðtalið má lesa í blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: