Könnuðu ekki möguleg brot vegna manneklu

„Segja má að við séum að keyra eftirlitið á algjörri …
„Segja má að við séum að keyra eftirlitið á algjörri lágmarksmönnun,“ segir Elín B. Ragnarsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu. mbl.is/Árni Sæberg

Eft­ir­lits­mönn­um hef­ur fækkað hjá Fiski­stofu vegna hagræðing­ar­kröfu stjórn­valda og hef­ur stofn­un­in ekki haft mann­skap til að fylgja eft­ir ábend­ing­um um lög­brot. „Segja má að við séum að keyra eft­ir­litið á al­gjörri lág­marks­mönn­un,“ var haft eft­ir El­ínu B. Ragn­ars­dótt­ur, sviðsstjóra veiðieft­ir­lits hjá Fiski­stofu, í blaði 200 mílna síðastliðinn laug­ar­dag.

„Það hef­ur held­ur fækkað í eft­ir­lits­manna­hópn­um. Ekki hef­ur verið ráðið inn í stað þeirra sem hafa hætt en síðan hafa einnig komið til veik­indi, eins og geng­ur. Það er niður­skurður í fjár­veit­ing­um sem kall­ar á aðhald og sparnað,“ sagði hún.

Und­an­far­in miss­eri hef­ur verið lögð áhersla á aukið ra­f­rænt eft­ir­lit í þeim til­gangi að há­marka nýt­ingu þess mannafla sem stofn­un­in býr yfir. Það hafi þó ekki dugað. „Í sum­ar höf­um við því miður ekki haft burði til að bregðast við ábend­ing­um, höf­um ekki haft mann­skap í það. Við reyn­um að keyra öfl­ugt eft­ir­lit með þeim mannauði og verk­fær­um sem við höf­um yfir að ráða.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: