Skortur á samvinnu geti skapað hættu

Forvarnarveggsojöldin eiga að auka öryggi sjómanna.
Forvarnarveggsojöldin eiga að auka öryggi sjómanna. mbl.is/Árni Sæberg

Áttunda for­varn­ar­vegg­spjald Sam­göngu­stofu í þágu auk­ins ör­ygg­is á sjó und­ir merkj­um „12 hnúta“ kom ný­verið út. Um­fjöll­un­ar­efnið að þessu sinni er sú hætta sem stafað get­ur af skorti á hæfni til sam­vinnu. „Það get­ur m.a. birst í ein­streng­ings­legri af­stöðu eða hegðun sem get­ur leitt til rangra ákv­arðana og ótta fólks við að taka þátt í mik­il­vægri umræða t.d. á ög­ur­stundu,“ seg­ir í til­kynnignu frá stofn­un­inni.

Vegg­spjaldið vek­ur at­hygli á mik­il­vægi þess að lögð áhersla á að leitað sé álits sam­starfs­fólks. „Því það skipt­ir ekki máli hver hef­ur á réttu að standa held­ur hvað sé rétt.“

Áttunda veggspjald 12 hnúta.
Áttunda vegg­spjald 12 hnúta. Mynd/​Sam­göngu­stofa

Þá var í júlí gefið út sjö­unda vegg­spjaldið en þar var farið yfir þá hættu sem íþyngj­andi kröf­ur geta skapað áhöfn og skipi.  „Vit­an­lega heyr­ir það til und­an­tekn­inga að t.d. fjár­hags­leg verðmæti séu sett ofar ör­yggi áhafn­ar en ef það finnst ein slík und­an­tekn­ing þá er það einni of mikið,“ seg­ir á vef Sam­göngu­stofu um viðfangs­efnið.

„Ef svo ólík­lega vill til að gerðar séu íþyngj­andi kröf­ur sem stefnt geta áhöfn í hættu hvetj­um við menn til að sýna staðfestu og setja ætíð ör­yggi báts og áhafn­ar í for­gang. Skoðið sér­stak­lega þær fyr­ir­byggj­andi aðgerðir sem til­greind­ar eru hægra meg­in á spjald­inu.“

Sjöundaveggspjald 12 hnúta.
Sjö­unda­vegg­spjald 12 hnúta. Mynd/​Sam­göngu­stofa

Verk­efnið „12 hnút­ar“ snýr að út­gáfu tólf vegg­spjalda, eitt í hverj­um mánuði þessa árs. Þau er unn­in með helstu sér­fræðing­um í ör­ygg­is­mál­um sjó­manna, sem eru skóla­stjóri, kenn­ar­ar og leiðbein­end­ur Slysa­varna­skóla sjó­manna.

Fjöldi fyr­ir­tækja, stofn­ana og sam­taka styðja við verk­efnið.

mbl.is