Fimm útgerðir fá tæplega helming sandkolakvótans

Baldvin Njálsson GK er með skráða 9,7% hlutdeild í sandkola, …
Baldvin Njálsson GK er með skráða 9,7% hlutdeild í sandkola, mest allra skipa. Nesfiskur gerrir skipið út. Ljósmynd/Magnús Þór Bjarnason

Nes­fisk­ur ehf. er sú út­gerð sem hef­ur mesta sand­kola­kvót­ann eft­ir að kvóta­setn­ing teg­und­ar­inn­ar var samþykkt á Alþingi í vor. Alls hef­ur út­gerðin 19,4% hlut í heild­arafla­marki sam­kvæmt út­reikn­ing­um sem Fiski­stofa hef­ur birt á vef sín­um.

Alls hafa 85 út­gerðir hlut­deild í sand­kola og er mik­ill mun­ur á hlut­deild­um þeirra. Mun­ar rúm­um tíu pró­sentu­stig­um á Nes­fiski og Skinn­ey–Þinga­nesi sem fer með næst mesta sand­kola­kvót­ann, 9,25%. Þá fara þau fimm fyr­ir­tæki sem hafa mestu hlut­deild­ina sam­an­lagt með rúm 48% af öll­um afla­heim­ild­um í teg­und­inni og þau tíu stærstu með 68,3%.

Sandkoli er flatfiskur sem minnir helst á lítinn skarkola.
Sand­koli er flat­fisk­ur sem minn­ir helst á lít­inn skar­kola. Ljós­mynd/​Sjáv­ar­líf

Haf­rann­sókna­stofn­un legg­ur til í ráðgjöf sinni að veiðar á sand­kola á fisk­veiðiár­inu 2022/​2023 fari ekki yfir 301 tonn og er því ekki um um­fangs­mikl­ar veiðar að ræða. Einnig legg­ur stofn­un­in til að sér­staka afla­marks­svæðið frá Snæ­fellsnesi suður um að Stokksnesi verði lagt niður og að öll sand­kolamið verði und­ir afla­marki.

Þann 15. júní síðastliðinn samþykkti Alþingi frum­varp Svandís­ar Svavars­dótt­ur, mat­vælaráðherra, um um breyt­ingu á lög­um um stjórn fisk­veiða með til­liti til veiðistjórn sand­kola og hrygg­leys­ingja. Með breyt­ing­unni varð sæ­bjúgna-, ígul­kera- og sand­kola­veiðar kvóta­sett­ar.

Verðlít­ill og of­veidd­ur

Fram til 1984 var sand­kol­inn lítið veidd­ur við Ísland enda verðlít­ill miðað við aðrar kola­teg­und­ir, seg­ir í grein á vef Sjáv­ar­lífs. Þá seg­ir að afli ís­lenskra skipa jókst veru­lega eft­ir að afla­mark var sett á aðrar verðmæt­ari teg­und­ir. Afli náði há­marki á ní­unda ára­tug er hann nam um 8.000 tonn en hef­ur farið hratt minnk­andi síðan.

„Þetta helg­ast af því að bæði var sand­kol­inn of­veidd­ur á stærstu sand­kolamiðunum í Faxa­flóa og vegna þess að sand­kol­inn er í raun verðlít­il teg­und. Þar sem hann er verðlít­ill veiðist hann nú aðallega sem meðafli við aðrar kola­veiðar í drag­nót,“ seg­ir í grein Sjáv­ar­lífs

mbl.is