„Þetta er stór og góður fiskur“

Áhöfnin á Beiti NK var ánægð með aflann. Skipstjórinn segir …
Áhöfnin á Beiti NK var ánægð með aflann. Skipstjórinn segir um að ræða besta makrílinn á vertíðinni. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Tóm­as Kára­son, skip­stjóri á Beiti NK, full­yrðir að mak­ríll­inn sem skipið fékk í ís­lenskri lög­sögu í síðasta túr hafi verið sá besti sem feng­ist hef­ur á vertíðinni, að því er fram kem­ur á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Beit­ir kom til hafn­ar í Nes­kaupstað með 855 tonn af mak­ríl á miðviku­dag.

„Þegar við luk­um veiðinni voru 176 míl­ur í land þannig að veiðin fór fram í ís­lenskri lög­sögu eins og að und­an­förnu. Afl­inn fékkst í sex hol­um. Það var dá­lítið lengi dregið en við feng­um mest 200 tonn í holi. Þetta er stór og góður fisk­ur, 560 – 580 grömm. Fisk­ur­inn er nán­ast átu­laus og stinn­ur enda skilst mér að hann sé all­ur heilfryst­ur. Þetta er besti fisk­ur­inn sem feng­ist hef­ur á vertíðinni, sann­kallaður gæðamakríll,“ seg­ir Tóm­as.

Hann út­skýr­ir að það sé ekki auðvelt að ná mak­ríln­um þar sem fisk­ur­inn sé stygg­ur og sprett­h­arður. „Það hef­ur verið lít­il veiði síðustu dag­ana en veiðin hef­ur verið köfl­ótt og ómögu­legt að segja hvenær hún glæðist á ný.“

mbl.is