Strandveiðar ekki eins rómantískar og margir halda

Friðjón Ingi Guðmundsson segir strandveiðar engan dans á rósum.
Friðjón Ingi Guðmundsson segir strandveiðar engan dans á rósum. Ljósmynd/Aðsend

Friðjón Ingi Guðmunds­son seg­ir strand­veiðar ekki eins róm­an­tísk­ar og marg­ir halda. „Sum­ir sjá fyr­ir sér rosk­inn sjó­mann halda út á miðin í lopa­peysu í góða veðrinu við sól­ar­upp­rás, en raun­in er að þetta er hörku­vinna og dag­ur­inn byrj­ar iðulega klukk­an fjög­ur eða fimm á morgn­ana. Tek­ur þá við að leita að fisk­in­um og get­ur leit­in varað fram eft­ir degi.“

Í síðasta blaði 200 mílna seg­ir Friðjón Ingi, sem ger­ir út bát­inn Fíurún SH-13 frá Stykk­is­hólmi, frá því að strand­veiðar sum­ars­ins hafi gengið ágæt­lega sum­ar og hefði hann gjarn­an viljað fá að fiska leng­ur en til 21 júlí, þegar strand­veiðipott­ur­inn kláraðist.

Friðjón Ingi gerir út Fíurún SH-13.
Friðjón Ingi ger­ir út Fíurún SH-13. Ljós­mynd/​Aðsend

„Það kom kannski aldrei al­menni­legt sum­ar en það viðraði ágæt­lega til fisk­veiða hér hjá okk­ur í Breiðafirðinum og við náðum flest­um veiðidög­un­um okk­ar. Svo kláraðist heild­arpott­ur­inn, og það þrátt fyr­ir að stjórn­völd hefðu bætt við pott­inn,“ seg­ir Friðjón Ingi.

Hann seg­ir ný­af­staðna vertíð hafa sýnt vel ókosti þess að skipta strand­veiðikerf­inu upp í fjög­ur svæði og tel­ur þurfa að gera strand­veiðikerfið ein­fald­ara og sann­gjarn­ara.

Viðtalið má lesa í heild sinni í 200 míl­um, sér­blaði Morg­un­blaðsins um sjáv­ar­út­veg.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: