149 sóttu sjávarútvegsskólann fyrir norðan

Nemendur Sjávarútvegsskóla unga fólksins heimsóttu m.a. ÚA á Akureyri
Nemendur Sjávarútvegsskóla unga fólksins heimsóttu m.a. ÚA á Akureyri Ljósmynd/Samherji

Sjáv­ar­út­vegs­skóli unga fólks­ins við Eyja­fjörð og Fjalla­byggð var vel sótt­ur í sum­ar. Alls voru 149 nem­end­ur að þessu sinni og var kennt í átta vik­ur, tvær þeirra voru tví­setn­ar.

Þetta kem­ur fram á vef Sam­herja, en fyr­ir­tækið er einn af aðalstyrkt­araðilum Sjáv­ar­út­vegs­skóla unga fólks­ins og heim­sækja nem­end­urn­ir m.a. fisk­vinnsl­ur ÚA og Sam­herja á Ak­ur­eyri og Dal­vík. Í ár voru nem­end­ur á Dal­vík 15 og á Ak­ur­eyri 118. Á Dal­vík var kennt í grunn­skól­an­um og á Ak­ur­eyri í Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri.

Um er að ræða sum­arskóla fyr­ir ung­menni á aldr­in­um 13 til 16 ára og er starf­rækt­ur víða um land. Skól­inn er samtarfs­verk­efni Sjáv­ar­út­vegs­miðstöðvar Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og vinnu­skóla ým­issa sveit­ar­fé­laga.

„Náms­fyr­ir­komu­lag er breyti­legt eft­ir byggðarlög­um og kennt er 4-5 klukku­stund­ir á dag, nokkra daga vik­unn­ar. Námið er í formi fyr­ir­lestra og verk­legra æf­inga og leikja, heim­sókna á söfn, sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki og í fiski­skip,“ seg­ir á vef Sam­herja.

mbl.is