„Plastið er ekki nógu sterkt“

Skrokkur nýs báts Stakkavíkur verður úr stáli, en flestir nýir …
Skrokkur nýs báts Stakkavíkur verður úr stáli, en flestir nýir bátar í þessum stærðarflokki eru úr plasti. Þráinn Jónsson, framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, segir bátinn verða sterkbyggðan og búinn öllum nýjustu tækjum. Samsett mynd

„Það hef­ur sýnt sig að plastið er ekki nógu sterkt og viðgerðar- og viðhaldsþörf plast­bát­anna meiri en reiknað var með,“ seg­ir Þrá­inn Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Skipa­smíðastöðvar Njarðvík­ur, í viðtali í blaði 200 mílna.

Þrá­inn var stadd­ur í Tyrklandi þegar blaðamaður náði af hon­um tali og var hann á leið heim til Íslands eft­ir stífa fundalotu með sam­starfsaðilum í Tyrklandi, þar er verið að smíða skrokk­inn á nýj­um bát fyr­ir Stakka­vík. Bát­ar af þeirri stærð sem Stakka­vík hef­ur pantað eru í dag nær ein­göngu smíðaðir úr plasti og seg­ir Þrá­inn að því fylgi veru­leg­ir kost­ir að nota stál í staðinn. „Með því að smíða skrokk­inn úr stáli erum við með bát sem er ein­fald­lega í allt öðrum gæðaflokki,“ út­skýr­ir Þrá­inn

Þó skrokk­ur­inn sé smíðaður í Tyrklandi er það Skipa­smíðastöð Njarðvík­ur sem mun sjá um að full­klára bát­inn.

„Bát­ur­inn er lengst­ur 13,68 metr­ar og breiðast­ur 5,6 metr­ar og verður skrokk­ur­inn flutt­ur með skipi til Íslands. Þar tök­um við til við lokafrá­gang­inn og kom­um t.d. fyr­ir öll­um vél­búnaði og vinnslu­tækj­um; spil­búnaði og björg­un­ar­búnaði, og lát­um votta haf­færni báts­ins áður en hann er af­hent­ur kaup­anda,“ seg­ir Þrá­inn.

Viðtalið við Þráin má lesa í 200 míl­um, sér­blaði Morg­un­blaðsins um sjáv­ar­út­veg.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina