„Allar stofnanir þurfa að forgangsraða“

Svandís Svavarsdóttir kveðst vona að aukin notkun á rafrænu eftirliti …
Svandís Svavarsdóttir kveðst vona að aukin notkun á rafrænu eftirliti skili bættu og skilvirkari eftirliti á vegum Fiskistofu. Hún segir jafnframt eðlilegt að stofnnair hafi ekki fulla mönnun yfir sumartímann. Ljósmynd/Stjórnarráðið

„Það er mín von að með mark­vissri notk­un á ra­f­rænu eft­ir­liti mun okk­ur tak­ast sam­hliða að bæta eft­ir­lit en jafn­framt gera það skil­virk­ara,“ svar­ar Svandís Svavars­dótt­ir, mat­vælaráðherra, er hún er innt álits á full­yrðing­um um að mann­ekla hafi orðið til þess að Fiski­stofa hafi ekki getað brugðist við ábend­ing­um um brot.

„Í árs­lok 2021 veitti ráðuneytið Fiski­stofu sér­staka fjár­veit­ingu upp á rúm­ar 31 millj­ón­ir króna til að vinna að fjór­um um­bóta­verk­efn­um; nýrri vefsíðu, smíði innri kerfa, sta­f­rænni um­sóknagátt og tækni­væðingu eft­ir­lits. Vert er að hafa í huga að ekki er langt síðan ra­f­rænt eft­ir­lit hófst að ein­hverju marki á veg­um op­in­berra stofn­ana og eðli­lega tek­ur tíma að byggja upp þekk­ingu, tækja­kost og þjálfa sér­fræðinga,“ segi Svandís.

Í nýj­ast blaði 200 mílna var haft eft­ir El­ínu B. Ragn­ars­dótt­ur, sviðsstjóra veiðieft­ir­lits hjá Fiski­stofu, að vegna hagræðing­ar­kröfu hafi eft­ir­lits­mönn­um held­ur fækkað að und­an­förnu.

„Segja má að við séum að keyra eft­ir­litið á al­gjörri lág­marks­mönn­un. […] Í sum­ar höf­um við því miður ekki haft burði til að bregðast við ábend­ing­um, höf­um ekki haft mann­skap í það. Við reyn­um að keyra öfl­ugt eft­ir­lit með þeim mannauði og verk­fær­um sem við höf­um yfir að ráða,“ sagði Elín.

Fiski­stofu fylli­lega treyst

„Líkt og fram kem­ur í viðtal­inu hef­ur und­an­farið verið lögð auk­in áhersla á ra­f­rænt eft­ir­lit. Sem mat­vælaráðherra hef ég stutt þær áhersl­ur með fram­lagn­ingu frum­varps um breyt­ingu á lög­um til að styrkja laga­heim­ild­ir Fiski­stofu og eft­ir­lit á veg­um stofn­un­ar­inn­ar. Hafa ber í huga að fæst­ar op­in­ber­ar stofn­an­ir eru í fullri starf­semi yfir sum­ar­tím­ann og gild­ir það einnig um Fiski­stofu,“ út­skýr­ir Svandís.

Þá seg­ir hún aðhalds­kröf­ur viðvar­andi verk­efni op­in­berra stofn­anna. „All­ar stofn­an­ir hins op­in­bera þurfa að for­gangsraða í sinni starf­semi til þess að ná því mark­miði sem aðhaldskraf­an er ætlað að ná fram, þ.e.a.s. skil­virk­ari op­in­ber­um rekstri. Fiski­stofu og fiski­stofu­stjóra er fylli­lega treyst til þess verk­efn­is.“

mbl.is