Hingað til hafa áform um stóraukið landeldi ekki staðist og er ekki hægt að segja til um hversu stór hluti áformanna, sem nú eru uppi, verði að veruleika, að því er fram kemur í skýrslu eftir Leó Alexander Guðmundsson, líffræðing hjá Hafrannsóknastofnun.
Hann vekur athygli á að mögulega þurfi aðeins tvö verkefni að ganga upp til að úr verði veldisvöxtur í greininni. Það myndi liðka fyrir fjármögnun annarra stöðva.
Segir í skýrslunni að flestir fræðimenn, sérfræðingar og álitsgjafar séu sammála um að framleiðsla úr landeldi verði viðbót við sístækkandi markað fyrir lax. Ekki er búist við að landeldið hafi áhrif á verðmyndun á markaði næsta áratuginn.
Fjallað er um skýrsluna í Morgunblaðinu í dag.