Óvissa í framtíðarhorfum landeldisverkefna

Gríðarlegar fjárfestingar hafa verið boðaðar og hafa átt sér stað …
Gríðarlegar fjárfestingar hafa verið boðaðar og hafa átt sér stað í landeldi að undanförnu. Líffræðingur hjá HAfrannsóknastofnun segir ómögulegt að spá hve stórt hlutfall af áformuðum eldisstöðvum verði að veruleika. Ljósmynd/Samherji

Hingað til hafa áform um stór­aukið land­eldi ekki staðist og er ekki hægt að segja til um hversu stór hluti áformanna, sem nú eru uppi, verði að veru­leika, að því er fram kem­ur í skýrslu eft­ir Leó Al­ex­and­er Guðmunds­son, líf­fræðing hjá Haf­rann­sókna­stofn­un.

Hann vek­ur at­hygli á að mögu­lega þurfi aðeins tvö verk­efni að ganga upp til að úr verði veld­is­vöxt­ur í grein­inni. Það myndi liðka fyr­ir fjár­mögn­un annarra stöðva.

Seg­ir í skýrsl­unni að flest­ir fræðimenn, sér­fræðing­ar og álits­gjaf­ar séu sam­mála um að fram­leiðsla úr land­eldi verði viðbót við sís­tækk­andi markað fyr­ir lax. Ekki er bú­ist við að land­eldið hafi áhrif á verðmynd­un á markaði næsta ára­tug­inn.

Fjallað er um skýrsl­una í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: