Viðmiðunarverð á þorski og ýsu hækkar um nokkur prósent samkvæmt síðustu ákvörðun fundar hagsmunasamtaka sjómanna og útvegsmanna sem haldinn var 6. september síðastliðinn.
Tilkynnt er um þetta á vef Verðlagsstofu skiptaverðs.
Slægður þorskur hækkar um 2,6% og er nú 354,25 krónur kílóið fyrir fjögurra kíló fisk. Viðmiðunarverð á óslægðum 5 kílóa Þorski hækkar um 3,0% og nemur 329,8 krónum á kíló. Þá hækkar viðmiðunarverð slægðar tveggja kílóa ýsu um 3,2% og er 312 krónur á kíló, en verð á tveggja og hálfs kílóa óslægðri ýsu er 381,2 krónur. Engin breyting er í karfa eða ufsa.
Viðmiðunarverð er lágmarksverð í sölu fisks milli tengdra aðila, s.s. fyrirtækja sem reka bæði útgerð og vinnslu, og er grundvöllur útreikninga launa sjómanna sem greidd eftir hlutaskiptakerfi.
Viðmiðunarverð hefur hækkað töluvert á undanförnu rúmu ári í takti við verðþróun á mörkuðum, en það miðast við 75% af meðalverði á innlendum markaði.