Viðmiðunarverð þorsks og ýsu hækkar

Viðmiðunarverð hækkar fyrir þorsk og ýsu, en er óbreytt fyrir …
Viðmiðunarverð hækkar fyrir þorsk og ýsu, en er óbreytt fyrir ufsa og karfa. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Þorgeir Baldursson

Viðmiðun­ar­verð á þorski og ýsu hækk­ar um nokk­ur pró­sent sam­kvæmt síðustu ákvörðun fund­ar hags­muna­sam­taka sjó­manna og út­vegs­manna sem hald­inn var 6. sept­em­ber síðastliðinn.

Til­kynnt er um þetta á vef Verðlags­stofu skipta­verðs.

Slægður þorsk­ur hækk­ar um 2,6% og er nú 354,25 krón­ur kílóið fyr­ir fjög­urra kíló fisk. Viðmiðun­ar­verð á óslægðum 5 kílóa Þorski hækk­ar um 3,0% og nem­ur 329,8 krón­um á kíló. Þá hækk­ar viðmiðun­ar­verð slægðar tveggja kílóa ýsu um 3,2% og er 312 krón­ur á kíló, en verð á tveggja og hálfs kílóa óslægðri ýsu er 381,2 krón­ur. Eng­in breyt­ing er í karfa eða ufsa.

Viðmiðun­ar­verð er lág­marks­verð í sölu fisks milli tengdra aðila, s.s. fyr­ir­tækja sem reka bæði út­gerð og vinnslu, og er grund­völl­ur út­reikn­inga launa sjó­manna sem greidd eft­ir hluta­skipta­kerfi.

Viðmiðun­ar­verð hef­ur hækkað tölu­vert á und­an­förnu rúmu ári í takti við verðþróun á mörkuðum, en það miðast við 75% af meðal­verði á inn­lend­um markaði.

mbl.is