Boðar einföldun á stofnanakerfi ríkisins

Bjarni Benediktsson kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Bjarni Benediktsson kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Starfs­hóp­ur vinn­ur nú að því að ein­falda stofn­ana­kerfi rík­is­ins. Mark­miðið er að auka hag­kvæmni og sveigj­an­leika í þjón­ustu. Unnið er í sam­ræmi við út­tekt Rík­is­end­ur­skoðunar frá ára­mót­um 2021/​2022.

Þetta kom fram í máli Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, þegar hann kynnti nýtt fjár­laga­frum­varp fyr­ir árið 2023. 

Bjarni hafði áður sagt við mbl.is að aðhald hafi verið aukið í op­in­ber­um fjár­mál­um og dregið hafi verið úr út­gjalda­áform­um í und­ir­bún­ingi fjár­lag­anna sök­um tals­verðrar verðbólgu sem nú mæl­ist.

Minnsta rík­is­stofn­un­in með tvo starfs­menn

Að sögn Bjarna eru allt of marg­ar ein­staka stofn­an­ir með mjög fáa starfs­menn sem kalla á ein­staka þjón­ustu á borð við rekst­ur tölvu­kerfa. Vakti fjár­málaráðherra at­hygli á því að starfs­menn hjá minnstu rík­is­stofn­un­inni væru tveir tals­ins.

Taldi hann að hægt væri að ná fram meiri hag­kvæmni með ein­föld­un og sam­ein­ingu og sagði hann mörg vel heppnuð dæmi um slíkt. Sem dæmi hafi sam­ein­ing­ar hjá Skatt­in­um, sýslu­mönn­um og Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un, skilað mikl­um ár­angri.

mbl.is