Boðar gjöld á rafmagnsbíla

mbl.is/Ófeigur

Nýtt 5% lág­marks­vöru­gjald verður sett á bif­reiðar á næsta ári og mun þá full­ur af­slátt­ur vegna raf­magns­bíla vera úr sög­unni. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í nýju fjár­laga­frum­varpi sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, kynnti á fundi nú í morg­un.

Bjarni tók hins veg­ar fram að áfram yrðu mikl­ir hvat­ar til kaupa á um­hverf­i­s­væn­um bif­reiðum og sýndi dæmi fyr­ir því í kynn­ing­unni. Þar kom fram að áætluð ár­leg bif­reiða- og eldsneyt­is­gjöld fyr­ir hvern raf­magns­bíl af gerðinni Tesla model 3 yrði um 30 þúsund á ári, en í dag nema þau gjöld um 20 þúsund. Til sam­an­b­urðar sagði hann slík gjöld fyr­ir hefðbundna fólks­bif­reiðar vera 120 þúsund í dag, en færu upp í 140 þúsund á næsta ári.

Varðandi vöru­gjöld og virðis­auka­skatt mátti gera ráð fyr­ir að slík gjöld hækki um í kring­um 300 þúsund fyr­ir raf­magns­bif­reiðar sam­kvæmt kynn­ing­unni.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra
Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is