Félag atvinnurekenda mótmælir hærri áfengissköttum

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ljósmynd/Aðsend

Fé­lag at­vinnu­rek­enda (FA) mót­mæl­ir fyr­ir­huguðum gjald­hækk­un­um á áfengi og tób­aki en í fjár­laga­frum­varpi fyr­ir árið 2023 sem kynnt var í morg­un er lagt fram fram­an­greind gjald­hækk­un sem og að af­slátt­ur á sömu vör­um verði lækkaður í toll­frjálsri versl­un.

Í til­kynn­ingu á vef FA seg­ir að með frum­varp­inu sé gert ráð fyr­ir að al­mennt áfeng­is­gjald hækki um 7,7% og að áfeng­is­gjald í frí­hafn­ar­versl­un­um hækki um 150%, úr 10% af al­mennu áfeng­is­gjaldi í 25%. Lík­leg áhrif þessa til hækk­un­ar á ein­stök­um teg­und­um áfengra drykkja, í Vín­búðum ÁTVR og í Frí­hafn­ar­versl­un­um, sjást í dæm­um sem FA hef­ur tekið sam­an.

Þá seg­ir í téðri til­kynn­ingu að kassi af vin­sælu létt­víni mun þannig hækka um 600 krón­ur í Vín­búðinni og bjórkippa um tæp­lega 150 krón­ur, en eins lítra gin­flaska um 663 krón­ur. Í Frí­höfn­inni gæti gin­flask­an hækkað um 2.300 krón­ur og létt­víns­kass­inn um 1.800 krón­ur.

Félag atvinnurekenda mótmælir því að enn sé bætt í áfengisskatta …
Fé­lag at­vinnu­rek­enda mót­mæl­ir því að enn sé bætt í áfeng­is­skatta á land­inu sem þeir segja vera þá hæstu í álf­unni. mbl.is/​Val­dís Þórðardótt­ir

Löngu kom­in út úr öllu korti

Auk þess kem­ur fram að sú staðhæf­ing sem kem­ur fram í grein­ar­gerð frum­varps­ins að gjöld hafi verið óbreytt frá ár­inu 2019 sé al­röng, en í til­viki áfeng­is­gjalds­ins hef­ur það verið hækkað ár­lega og nem­ur upp­söfnuð hækk­un þess 16% frá 2019 til 2023, miðað við um­rætt frum­varp.

Ólaf­ur Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri FA, seg­ir rík­is­stjórn­ina ekki hjálpa til í bar­átt­unni við verðbólg­una þegar hún bæt­ir í gjöld sem hækka al­mennt verðlag.

„Skatt­lagn­ing á áfenga drykki á Íslandi er löngu kom­in út úr öllu korti og bitn­ar til dæm­is hart á sam­keppn­is­stöðu ferðaþjón­ust­unn­ar. Við höf­um oft kallað eft­ir rök­stuðningi fyr­ir því að þess­ir skatt­ar eigi að vera svona miklu hærri en í ná­granna­lönd­um okk­ar, en kom­um þar æv­in­lega að tóm­um kof­un­um hjá stjórn­mála­mönn­um,“ seg­ir hann í til­kynn­ingu FA.

mbl.is